Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Verkfallsvörðum Eflingar var meinuð innganga á hótelið Reykjavík Natura, sem er í eigu Icelandair Hotels, í dag. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, fyrir utan hótelið í dag en fjölmiðlamönnum var meinuð innganga inn á hótelið. Sólveig segir fulltrúa Eflingar hafa sinnt hefðbundinni verkfallsvörslu um allan bæ í dag en þegar komið var á Reykjavík Natura var þeim tilkynnt að verkfallsvörðum yrði ekki hleypt upp á hæðir hótelsins til að sinna vörslunni. Fulltrúar Eflingar stóðu því í anddyri hótelsins í töluverðan tíma þar til tveimur verkfallsvörðum var hleypt upp á hæðirnar, að sögn Sólveigar. „Ég get ekki fullyrt hvað okkur grunar að sé í gangi en ég fæ ekki góða tilfinningu þegar við komum á hótel og það er tekið á móti okkur með þessum hætti og meinað að stunda eðlilega verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna sem bætti við að eftir nokkurt streð fengu fulltrúarnir að fara upp á hæðirnar.Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmAthygli vakti að starfsmenn frá þrifafyrirtækinu Dögum voru við þrif í anddyri hótelsins en Sólveig Anna sagði að það væri eðlilegt að þeir tækju að sér þrif í anddyrinu. Efling ætlaði hins vegar að fá úr því skorið hvort það væri sannleikanum samkvæmt og að þeir gengju ekki í störf þerna með því að þrífa hótelherbergi. „Það fylgdi ekki sögunni hvort að Dagar væru hér í þrifum sem eiga að vera í Eflingar höndum.“ Kristinn Örn Arnarsson og Edda Margrét Hilmarsdóttir hafa sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag en þau segja verkfallsbrot mun tíðari í dag en þegar Efling var í síðustu verkfallsaðgerðum fyrr í mánuðinum. Þau höfðu rekist á þernur, starfsmenn og þjóna á veitingahúsum sem eru rekin undir kennitölum hótelanna. Á einu slíku sáu þau yfirþernu sem greiðir í Eflingu en eftir að þau útskýrðu fyrir henni hver staðan væri lagði hún niður störf og gekk út með þeim. „Hún var mjög hugrökk,“ sagði Edda Margrét um yfirþernuna. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Verkfallsvörðum Eflingar var meinuð innganga á hótelið Reykjavík Natura, sem er í eigu Icelandair Hotels, í dag. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, fyrir utan hótelið í dag en fjölmiðlamönnum var meinuð innganga inn á hótelið. Sólveig segir fulltrúa Eflingar hafa sinnt hefðbundinni verkfallsvörslu um allan bæ í dag en þegar komið var á Reykjavík Natura var þeim tilkynnt að verkfallsvörðum yrði ekki hleypt upp á hæðir hótelsins til að sinna vörslunni. Fulltrúar Eflingar stóðu því í anddyri hótelsins í töluverðan tíma þar til tveimur verkfallsvörðum var hleypt upp á hæðirnar, að sögn Sólveigar. „Ég get ekki fullyrt hvað okkur grunar að sé í gangi en ég fæ ekki góða tilfinningu þegar við komum á hótel og það er tekið á móti okkur með þessum hætti og meinað að stunda eðlilega verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna sem bætti við að eftir nokkurt streð fengu fulltrúarnir að fara upp á hæðirnar.Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmAthygli vakti að starfsmenn frá þrifafyrirtækinu Dögum voru við þrif í anddyri hótelsins en Sólveig Anna sagði að það væri eðlilegt að þeir tækju að sér þrif í anddyrinu. Efling ætlaði hins vegar að fá úr því skorið hvort það væri sannleikanum samkvæmt og að þeir gengju ekki í störf þerna með því að þrífa hótelherbergi. „Það fylgdi ekki sögunni hvort að Dagar væru hér í þrifum sem eiga að vera í Eflingar höndum.“ Kristinn Örn Arnarsson og Edda Margrét Hilmarsdóttir hafa sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag en þau segja verkfallsbrot mun tíðari í dag en þegar Efling var í síðustu verkfallsaðgerðum fyrr í mánuðinum. Þau höfðu rekist á þernur, starfsmenn og þjóna á veitingahúsum sem eru rekin undir kennitölum hótelanna. Á einu slíku sáu þau yfirþernu sem greiðir í Eflingu en eftir að þau útskýrðu fyrir henni hver staðan væri lagði hún niður störf og gekk út með þeim. „Hún var mjög hugrökk,“ sagði Edda Margrét um yfirþernuna.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira