Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu og opnaði hún sig um kynleiðréttingarferlið sjálf og hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún var loksins komin í réttan líkama.
„Ég verð að viðurkenna það að í fyrsta skipti sem ég upplifði sjálfsfróun var ég alveg bara vó,“ segir Vala Grand.
„Ég spurði allar vinkonur mínar hvort þetta væri virkilega svona. Þegar strákar eru að stunda sjálfsfróun þá er þetta bara búúúm. En hjá stelpum er þetta bara í gangi í mínútu,“ segir Vala og biðst þarna afsökunar á því hvað hún sé opin með allt.
Í þættinum hér að ofan ræðir Vala einnig um sviðsljósið og athyglina, barnæskuna, ofvirknina, um kærastann sem tekur henni eins og hún er, framtíðina og margt fleira.