Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Silja Bára tekur við stöðunni af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
„Hlutverk Jafnréttisráðs er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal Jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín,“ segir í fréttinni.
Aðalmenn
- Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, skipuð án tilnefningar, formaður
- Maríanna Traustadóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Þórunn Sveinbjarnardóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Pétur Reimarsson, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Einar Mar Þórðarson, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Sigþrúður Guðmundsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
- Jón Ingvar Kjaran, tiln. af Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum
- Hróðmar Dofri Hermannsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
- Guðrún Þórðardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
- Tatjana Latinovic, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
- Anna Guðrún Björnsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Varamenn
- Daníel E. Arnarsson, skipaður án tilnefningar, varaformaður
- Jóhann R. Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Hlöðver Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Halldóra Friðjónsdottir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
- Sólveig Anna Bóasdóttir, tiln. af Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum
- Guðný S. Bjarnadóttir, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
- Una Hildardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
- Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
- Bjarni Ómar Haraldsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga