Aðför að tjáningarfrelsi Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun