Ætlar ekki að kæra þjálfara Blika en stendur með Unni Töru Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2019 16:18 Antonio d'Albero er ekki á jólakortalistanum hjá KR. vísir/bára Antonio d'Albero, þjálfari Breiðabliks í Domino´s-deild kvenna í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina en Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, hyggst kvarta undan framkomu hans í sinn garð til KKÍ.Mbl.is greinir frá en Unnur sagði fyrst frá því á Facebook að að þjálfari Breiðabliks hafi verið með svívirðingar í sinn garð frá því að hún kom inn á í leik KR og Breiðabliks í gær og þær hafi haldið áfram í dágóða stund. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og skrifaði því aðeins um þetta á Facebook í gærkvöldi vegna þess að ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á framfæri. Svívirðingar þjálfarans byrjuðu um hálfri mínútu eftir að ég kom inn á og héldu áfram í dágóða stund. Hann lét ýmislegt flakka sem ég nefndi ekki á Facebook,“ segir Unnur Tara við mbl.is. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tekur upp málið á Facebook-síðu sinni og segist hafa upplifað svipaða framkomu í sinn garð frá d'Albero. „Sjálfur fékk ég það óþvegið frá sama aðila í sama leik. Það tók mig þó smá tíma að átta mig á að viðkomandi væri að kalla yfir til mín og bauna á mig. Á 27 ára starfsferli í þessari blessaðri þjálfun hef ég aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta. Óvirðingin, hrokinn, dónaskapurinn og pillurnar sem mér voru sendar er eitthvað sem þekkist ekki í þessum bransa,“ segir Benedikt. Hann bætir við að hann sé kominn með þykkan skráp eftir mörg ár í bransanum og ætli því ekki að kæra en hann styður Unni Töru 100 prósent í hennar máli því svona eigi ekki að líðast. „Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þessi aðili hagar sér svona og hefur verið kvartað undan honum áður. Ég vona samt að stelpurnar í deildinni þurfi ekki að hlusta á svona munnsöfnuð og blammeringar oftar,“ segir Benedikt Guðmundsson. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Antonio d'Albero, þjálfari Breiðabliks í Domino´s-deild kvenna í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina en Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, hyggst kvarta undan framkomu hans í sinn garð til KKÍ.Mbl.is greinir frá en Unnur sagði fyrst frá því á Facebook að að þjálfari Breiðabliks hafi verið með svívirðingar í sinn garð frá því að hún kom inn á í leik KR og Breiðabliks í gær og þær hafi haldið áfram í dágóða stund. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og skrifaði því aðeins um þetta á Facebook í gærkvöldi vegna þess að ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á framfæri. Svívirðingar þjálfarans byrjuðu um hálfri mínútu eftir að ég kom inn á og héldu áfram í dágóða stund. Hann lét ýmislegt flakka sem ég nefndi ekki á Facebook,“ segir Unnur Tara við mbl.is. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tekur upp málið á Facebook-síðu sinni og segist hafa upplifað svipaða framkomu í sinn garð frá d'Albero. „Sjálfur fékk ég það óþvegið frá sama aðila í sama leik. Það tók mig þó smá tíma að átta mig á að viðkomandi væri að kalla yfir til mín og bauna á mig. Á 27 ára starfsferli í þessari blessaðri þjálfun hef ég aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta. Óvirðingin, hrokinn, dónaskapurinn og pillurnar sem mér voru sendar er eitthvað sem þekkist ekki í þessum bransa,“ segir Benedikt. Hann bætir við að hann sé kominn með þykkan skráp eftir mörg ár í bransanum og ætli því ekki að kæra en hann styður Unni Töru 100 prósent í hennar máli því svona eigi ekki að líðast. „Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þessi aðili hagar sér svona og hefur verið kvartað undan honum áður. Ég vona samt að stelpurnar í deildinni þurfi ekki að hlusta á svona munnsöfnuð og blammeringar oftar,“ segir Benedikt Guðmundsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira