WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2019 11:45 TF-GMA er ein þeirra Airbus A321 véla sem WOW hefur haft í flota sínum. WOW Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins Air Canada hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. Til þess að tryggja lágmarksrask á flugáætlunum mun félagið grípa til margvíslegra aðgerða, svo sem að hefja notkun á fjórum Airbus A321 vélum, sem Air Canada fékk frá WOW air í upphafi árs, fyrr en áætlað var. Air Canada er eitt fjölmargra flugfélaga sem hefur þurft að bregðast við víðtækum kyrrsetningum á Boeing 737 MAX-þotunum. Um ástæðuna þarf vart að fjölyrða; tvö mannskæð slys á innan við hálfu ári. Boeing vinnur nú að hugbúnaðaruppfærslu og hefur fréttaflutningur síðustu daga bent til að uppfærslan sé á lokametrunum.Þrátt fyrir það hefur Air Canada tekið ákvörðun um að fljúga ekki umræddum MAX-þotum fyrr en 1. júlí í fyrsta lagi, þrátt fyrir að hugbúnaðaruppfærslan verði tilbúin fyrir júnílok.Í tilkynningu frá flugfélaginu er ástæðan fyrir þessu sögð vera aukið öryggi fyrir farþega. Þeir þurfi ekkert að velkjast í vafa um það hvort flugið þeirra falli niður eða ekki vegna kyrrsetningar 737 MAX því flugfélagið muni alfarið reiða sig á aðrar vélar næstu mánuði.Þúsundir farþega á dag Air Canada notaðist við 24 Boeing 737 Max vélar sem flugu um 6 prósent allra ferða og fluttu að meðaltali um 9 til 12 þúsund farþega á degi hverjum. Þar að auki hafði Air Canada í hyggju að bæta við sig sex slíkum vélum til viðbótar í mars og apríl. Kyrrsetning vélanna hefur því haft í för með sér umtalsvert rask á leiðakerfi Air Canada, rask sem einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins lýsir sem „dómínó-áhrifum.“ Engu að síður er talið að Air Canada hafi tekist að fylla upp í 98% þeirra hola sem mynduðust í leiðakerfinu við kyrrsetninguna.Hér má sjá eina af 24 Boeing 737 MAX 8 vélum sem eru í flota Air Canada. Hún mun þó ekki fljúga aftur fyrr en í fyrsta lagi 1. júlí.Getty/Richard LautensÞað hafi félagið gert með margvíslegum aðferðum, til að mynda hafi verið tekin ákvörðun um að framlengja leigusamninga á vélum sem voru við það að renna út. Þar að auki segist Air Canada hafa tekið fleiri vélar á leigu og gert samninga við önnur flugfélög til að dekka einstaka leiðir á nokkurra vikna tímabili. Þá segist félagið jafnframt ætla að hefja notkun á fjórum Airbus A31-þotum sem Air Canada keypti frá WOW Air í lok síðasta árs. Sala vélanna var sögð vera lokahnykkurinn í endurskipulagningu WOW air - sem eins og kunnugt er hefur barist í bökkum síðustu mánuði. Sjóðsstaða WOW á að hafa batnað um 12 milljónir dala við söluna. Vélunum var flogið til Kanada í janúar síðastliðnum en við það urðu A321-þoturnar í flota Air Canada alls 19 talsins. Svo virðist þó sem flugfélagið hafi ekki reitt sig á nýju þoturnar fjórar fram til þessa ef marka má fyrrnefnda tilkynningu. Flotatölur Air Canada hafa ekki einu sinni verið uppfærðar til að taka mið af nýju þotunum. Þoturnar eru með sæti fyrir 200 farþega en þessi tegund flugvéla getur þó rúmað sæti fyrir allt að 230 farþega. WOW hafði nýtt vélarnar í flugi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku og var listaverð véla þessarar gerðar um 55 milljarðar íslenskra króna árið 2016. Þær voru keyptar með kaupleigusamningi til tíu ára og voru fjármagnaðar af erlendum bönkum. Air Canada er stærsta flugfélag Kanada og flýgur til um 220 áfangastaða. Það er jafnframt meðal 20 stærstu flugfélaga heims og flutti um 51 milljón farþega í fyrra. Airbus Boeing Fréttir af flugi Kanada WOW Air Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins Air Canada hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. Til þess að tryggja lágmarksrask á flugáætlunum mun félagið grípa til margvíslegra aðgerða, svo sem að hefja notkun á fjórum Airbus A321 vélum, sem Air Canada fékk frá WOW air í upphafi árs, fyrr en áætlað var. Air Canada er eitt fjölmargra flugfélaga sem hefur þurft að bregðast við víðtækum kyrrsetningum á Boeing 737 MAX-þotunum. Um ástæðuna þarf vart að fjölyrða; tvö mannskæð slys á innan við hálfu ári. Boeing vinnur nú að hugbúnaðaruppfærslu og hefur fréttaflutningur síðustu daga bent til að uppfærslan sé á lokametrunum.Þrátt fyrir það hefur Air Canada tekið ákvörðun um að fljúga ekki umræddum MAX-þotum fyrr en 1. júlí í fyrsta lagi, þrátt fyrir að hugbúnaðaruppfærslan verði tilbúin fyrir júnílok.Í tilkynningu frá flugfélaginu er ástæðan fyrir þessu sögð vera aukið öryggi fyrir farþega. Þeir þurfi ekkert að velkjast í vafa um það hvort flugið þeirra falli niður eða ekki vegna kyrrsetningar 737 MAX því flugfélagið muni alfarið reiða sig á aðrar vélar næstu mánuði.Þúsundir farþega á dag Air Canada notaðist við 24 Boeing 737 Max vélar sem flugu um 6 prósent allra ferða og fluttu að meðaltali um 9 til 12 þúsund farþega á degi hverjum. Þar að auki hafði Air Canada í hyggju að bæta við sig sex slíkum vélum til viðbótar í mars og apríl. Kyrrsetning vélanna hefur því haft í för með sér umtalsvert rask á leiðakerfi Air Canada, rask sem einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins lýsir sem „dómínó-áhrifum.“ Engu að síður er talið að Air Canada hafi tekist að fylla upp í 98% þeirra hola sem mynduðust í leiðakerfinu við kyrrsetninguna.Hér má sjá eina af 24 Boeing 737 MAX 8 vélum sem eru í flota Air Canada. Hún mun þó ekki fljúga aftur fyrr en í fyrsta lagi 1. júlí.Getty/Richard LautensÞað hafi félagið gert með margvíslegum aðferðum, til að mynda hafi verið tekin ákvörðun um að framlengja leigusamninga á vélum sem voru við það að renna út. Þar að auki segist Air Canada hafa tekið fleiri vélar á leigu og gert samninga við önnur flugfélög til að dekka einstaka leiðir á nokkurra vikna tímabili. Þá segist félagið jafnframt ætla að hefja notkun á fjórum Airbus A31-þotum sem Air Canada keypti frá WOW Air í lok síðasta árs. Sala vélanna var sögð vera lokahnykkurinn í endurskipulagningu WOW air - sem eins og kunnugt er hefur barist í bökkum síðustu mánuði. Sjóðsstaða WOW á að hafa batnað um 12 milljónir dala við söluna. Vélunum var flogið til Kanada í janúar síðastliðnum en við það urðu A321-þoturnar í flota Air Canada alls 19 talsins. Svo virðist þó sem flugfélagið hafi ekki reitt sig á nýju þoturnar fjórar fram til þessa ef marka má fyrrnefnda tilkynningu. Flotatölur Air Canada hafa ekki einu sinni verið uppfærðar til að taka mið af nýju þotunum. Þoturnar eru með sæti fyrir 200 farþega en þessi tegund flugvéla getur þó rúmað sæti fyrir allt að 230 farþega. WOW hafði nýtt vélarnar í flugi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku og var listaverð véla þessarar gerðar um 55 milljarðar íslenskra króna árið 2016. Þær voru keyptar með kaupleigusamningi til tíu ára og voru fjármagnaðar af erlendum bönkum. Air Canada er stærsta flugfélag Kanada og flýgur til um 220 áfangastaða. Það er jafnframt meðal 20 stærstu flugfélaga heims og flutti um 51 milljón farþega í fyrra.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Kanada WOW Air Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45
Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51