Stærðarinnar sprenging í efnaverksmiðju í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2019 10:01 Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Mynd/Weibo Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi látið lífið en tólf eru sagðir hafa slasast. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í verksmiðjunni.Samkvæmt South China Morning Post olli sprengingin miklum skemmdum á nærliggjandi byggingum og öðrum hlutum og greindist þriggja stiga jarðskjálfti sem rakinn er til sprengingarinnar. Íbúi borgarinnar sem býr í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni segir allar rúðurnar í íbúð sinni hafa sprungið.Myndbönd af sprengingunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Kína.视频转自微博 盐城市响水县化工厂爆炸 蘑菇云都炸出来了 第一件做的事是赶紧控制一下舆论??? 上一秒还可以看的视频 下一秒就不可见了??? pic.twitter.com/6UWZisYKo7 — Darren.Liu (@Darren2000Han) March 21, 2019 Eins og áður segir þykja iðnaðarslys algeng í Kína. AFP fréttaveitan rifjar upp að nú í nóvember sprakk gámabíll í loft upp við efnaverksmiðju í Zhanghiakou og 23 létu lífið. Í júlí varð sprenging í efnaverksmiðju í Sichuan og þar dóu 19 manns. Einnig má rifja upp brunann í birgðageymslu fyrir eldfim efni í Tianjin árið 2015. Gífurlega stórar sprengingar urðu þar og dóu minnst 165 manns. Sprengingarnar ollu einstaklega miklum skemmdum. Reiði Kínverja gagnvart þessum slysum hefur aukist á undanförnum árum og hafa yfirvöld heitið því að bæta öryggi og umsjón með efnaverksmiðjum í landinu. Deilt er þó um hve mikill árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis þá hefur fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna verið sektað sex sinnum vegna mengunar, lélegs frágangs úrgangs og annarra mála sem snúa að öryggi og umhverfisskaða, samkvæmt SCMP. Hér að neðan má sjá samantekt af myndböndum frá brunanum og sprengingunum í Tianjin. Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi látið lífið en tólf eru sagðir hafa slasast. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í verksmiðjunni.Samkvæmt South China Morning Post olli sprengingin miklum skemmdum á nærliggjandi byggingum og öðrum hlutum og greindist þriggja stiga jarðskjálfti sem rakinn er til sprengingarinnar. Íbúi borgarinnar sem býr í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni segir allar rúðurnar í íbúð sinni hafa sprungið.Myndbönd af sprengingunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Kína.视频转自微博 盐城市响水县化工厂爆炸 蘑菇云都炸出来了 第一件做的事是赶紧控制一下舆论??? 上一秒还可以看的视频 下一秒就不可见了??? pic.twitter.com/6UWZisYKo7 — Darren.Liu (@Darren2000Han) March 21, 2019 Eins og áður segir þykja iðnaðarslys algeng í Kína. AFP fréttaveitan rifjar upp að nú í nóvember sprakk gámabíll í loft upp við efnaverksmiðju í Zhanghiakou og 23 létu lífið. Í júlí varð sprenging í efnaverksmiðju í Sichuan og þar dóu 19 manns. Einnig má rifja upp brunann í birgðageymslu fyrir eldfim efni í Tianjin árið 2015. Gífurlega stórar sprengingar urðu þar og dóu minnst 165 manns. Sprengingarnar ollu einstaklega miklum skemmdum. Reiði Kínverja gagnvart þessum slysum hefur aukist á undanförnum árum og hafa yfirvöld heitið því að bæta öryggi og umsjón með efnaverksmiðjum í landinu. Deilt er þó um hve mikill árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis þá hefur fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna verið sektað sex sinnum vegna mengunar, lélegs frágangs úrgangs og annarra mála sem snúa að öryggi og umhverfisskaða, samkvæmt SCMP. Hér að neðan má sjá samantekt af myndböndum frá brunanum og sprengingunum í Tianjin.
Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira