Velkomin í okurland! Helga Vala Helgadóttir skrifar 21. mars 2019 07:30 Þessa dagana er tekist á um það hvort laun þurfi að hækka eða ekki. Samtök atvinnurekenda, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, hamra inn í umræðuna að launajöfnuður hafi aldrei verið meiri og laun hér á landi séu óvenjulega há. Að ef hækka eigi lægstu launin muni það kollvarpa hinum margumtalaða stöðugleika sem lág- og millitekjufólk ber víst ábyrgð á að haldist. Það má vel vera að meðaltal launa sé ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágu launin duga ekki fyrir framfærslu í okkar samfélagi. Við því verður að bregðast. Á sama tíma og almenningi er talin trú um skaðsemi kjarabaráttu launþega fáum við fréttir af hinum raunverulega ógnvaldi. Það er nefnilega svo að það er 66% dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu! Það eru ekki bara innfluttar matartegundir sem eru dýrari hér á landi heldur er það meira að segja fiskurinn sem svamlar hér allt um kring sem er dýrari fyrir íslenska neytendur en þá sem kaupa í matinn í löndum Evrópu sem sum hver liggja ekki einu sinni að sjó. Matarkarfan er ekki bara óheyrilega dýr heldur er húsnæðiskostnaður með hæsta móti í krónulandi. Í þessu dýra landi hafa stjórnvöld í ofanálag gert atlögu að þeim stoðum sem ætlað er að jafna byrðar; barnabætur skerðast undir meðallaunum og vaxtabótakerfið heyrir næstum sögunni til. Í miðri kjaradeilu leggur ríkisstjórnin svo til skerðingu framlaga ríkisins til sveitarfélaganna, sem bera hitann og þungann af nærþjónustu við aldraða, börn og fatlað fólk. Fyrirséð er að sveitarfélög munu neyðast til að hækka verðskrár og skerða þjónustu til að standa undir tekjumissinum. Er þetta ábyrg aðgerð í miðri kjaradeilu? Ábyrgð valdhafa er mikil og ríkisstjórnin hefur fjöldamörg verkfæri til að auka jöfnuð og hagsæld meðal landsmanna. Nú verður hún að leggja málinu lið af einhverri alvöru til að tryggja öllum íbúum landsins mannsæmandi lífskjör. Það hlýtur jú að vera megintilgangur með störfum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er tekist á um það hvort laun þurfi að hækka eða ekki. Samtök atvinnurekenda, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, hamra inn í umræðuna að launajöfnuður hafi aldrei verið meiri og laun hér á landi séu óvenjulega há. Að ef hækka eigi lægstu launin muni það kollvarpa hinum margumtalaða stöðugleika sem lág- og millitekjufólk ber víst ábyrgð á að haldist. Það má vel vera að meðaltal launa sé ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágu launin duga ekki fyrir framfærslu í okkar samfélagi. Við því verður að bregðast. Á sama tíma og almenningi er talin trú um skaðsemi kjarabaráttu launþega fáum við fréttir af hinum raunverulega ógnvaldi. Það er nefnilega svo að það er 66% dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu! Það eru ekki bara innfluttar matartegundir sem eru dýrari hér á landi heldur er það meira að segja fiskurinn sem svamlar hér allt um kring sem er dýrari fyrir íslenska neytendur en þá sem kaupa í matinn í löndum Evrópu sem sum hver liggja ekki einu sinni að sjó. Matarkarfan er ekki bara óheyrilega dýr heldur er húsnæðiskostnaður með hæsta móti í krónulandi. Í þessu dýra landi hafa stjórnvöld í ofanálag gert atlögu að þeim stoðum sem ætlað er að jafna byrðar; barnabætur skerðast undir meðallaunum og vaxtabótakerfið heyrir næstum sögunni til. Í miðri kjaradeilu leggur ríkisstjórnin svo til skerðingu framlaga ríkisins til sveitarfélaganna, sem bera hitann og þungann af nærþjónustu við aldraða, börn og fatlað fólk. Fyrirséð er að sveitarfélög munu neyðast til að hækka verðskrár og skerða þjónustu til að standa undir tekjumissinum. Er þetta ábyrg aðgerð í miðri kjaradeilu? Ábyrgð valdhafa er mikil og ríkisstjórnin hefur fjöldamörg verkfæri til að auka jöfnuð og hagsæld meðal landsmanna. Nú verður hún að leggja málinu lið af einhverri alvöru til að tryggja öllum íbúum landsins mannsæmandi lífskjör. Það hlýtur jú að vera megintilgangur með störfum þeirra.
Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar