Sara Rún: Gott að koma heim Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 20. mars 2019 21:56 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim.“ Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim.“ Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti