Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:27 Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag. Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. Formaður VR hafi hins vegar lagst gegn því að skrifað væri undir nýjan kjarasamning. VR og Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinast formlega hinn 1. apríl næst komandi en Guðbrandur Einarsson var formaður þess félags og Landssambands verslunarmanna. Á sáttafundi með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun var viðræðum slitið og eftir það sagði Guðbrandur af sér formennsku í Landssambandinu. Hann segir formann VR hafa lagst gegn undirritun kjarasamnings sem nánast hafi verið í höfn í síðustu viku. Sá samningur hafi falið í sér styttingu vinnutíma um allt að 45 mínútur og verulegar launahækkanir. „Við vorum að sjá til dæmis í gestamóttökunni að við værum að horfa til rúmlega 40 prósenta launabreytingar á samningstímanum. Sem hefði hækkað launin þeirra um sirka 120 þúsund krónur á samningstímanum,” segir Guðbrandur.Skylda að hífa hópinn upp En eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, hafi mætt á samningafund í síðustu viku hafi ekkert orðið að undirritun samninga sem hefðu bætt stöðu fólks á taxtalaunum verulega. „Ég tel að við höfum skyldu til að hífa þennan hóp upp og okkur var að takast það. En einhverra hluta vegna snérust umræðurnar í síðustu viku og menn náðu ekki að klára þetta,” segir Guðbrandur. Það sé áherslumunur á milli hans og formanns VR. En sjálfur telji hann eðilegt að félagsmenn hefðu fengið að greiða atkvæði um þennan samning áður en fólki væri ýtt út í verkfall. Staða verslunarmanna sé um margt ólík stöðu félagsmanna í Eflingu og annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins. „Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á að við séum að fara alla leið með Starfsgreinasambandinu eða Eflingu. Vegna þess að kjarasamningurinn okkar er bara allt öðru vísu. Ég hefði talið eðlilegt að Landsambandið og VR ættu að geta sameinast um að klára kjarasamning eins og við erum búin að vera að gera í áratugi,” segir Guðbrandur. Hann hefur verið formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í 21 ár og formaður Landssambands verslunarmanna í sex ár. Kjörtímabil hans hefði lokið í haust en óhætt er að segja að samvinna hans og Ragnars Þórs hafi ekki verið góð. „Hann studdi það ekki að ég gæfi kost á mér sem varaforseti Alþýðusambandsins [á þingi ASÍ í október]. Hann studdi það ekki heldur að ég yrði endurkjörinn sem formaður landssambandsins. Hann hefur ekki verið minn helsti stuðningsmaður. Það liggur ljóst fyrir,” segir Guðbrandur. Ragnar Þór segir Guðbrand vera að ofmeta þá stöðu sem Landssamband verslunarmanna hafi verið komið í í viðræðunum. „Það er margt í þessu sem hefur ekki komið fram eins og til dæmis varðandi stórkostlega sölu réttinda sem að Starfsgreinasambandið, iðnaðarmenn og við höfum alfarið hafnað að fara í, á móti launahækkunum. Að vísu eru verslunarmenn í svolítið öðruvísi stöðu hvað þetta varðar vegna þess að verslunarmenn seldu frá sér þessi réttindi eins og eftirvinnuna árið 2004, minnir mig, þannig að þetta hefur ekki eins mikil áhrif á okkar samning en hins vegar megum við ekki gleyma því að samtakamáttur þessara félaga hefur svo mikið að segja varðandi mikilvægar kerfisbreytingar sem við erum að reyna að ná fram gagnvart stjórnvöldum,“ segir Ragnar Þór.Hlusta má á viðtalið við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum að ofan. Kjaramál Tengdar fréttir Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. Formaður VR hafi hins vegar lagst gegn því að skrifað væri undir nýjan kjarasamning. VR og Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinast formlega hinn 1. apríl næst komandi en Guðbrandur Einarsson var formaður þess félags og Landssambands verslunarmanna. Á sáttafundi með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun var viðræðum slitið og eftir það sagði Guðbrandur af sér formennsku í Landssambandinu. Hann segir formann VR hafa lagst gegn undirritun kjarasamnings sem nánast hafi verið í höfn í síðustu viku. Sá samningur hafi falið í sér styttingu vinnutíma um allt að 45 mínútur og verulegar launahækkanir. „Við vorum að sjá til dæmis í gestamóttökunni að við værum að horfa til rúmlega 40 prósenta launabreytingar á samningstímanum. Sem hefði hækkað launin þeirra um sirka 120 þúsund krónur á samningstímanum,” segir Guðbrandur.Skylda að hífa hópinn upp En eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, hafi mætt á samningafund í síðustu viku hafi ekkert orðið að undirritun samninga sem hefðu bætt stöðu fólks á taxtalaunum verulega. „Ég tel að við höfum skyldu til að hífa þennan hóp upp og okkur var að takast það. En einhverra hluta vegna snérust umræðurnar í síðustu viku og menn náðu ekki að klára þetta,” segir Guðbrandur. Það sé áherslumunur á milli hans og formanns VR. En sjálfur telji hann eðilegt að félagsmenn hefðu fengið að greiða atkvæði um þennan samning áður en fólki væri ýtt út í verkfall. Staða verslunarmanna sé um margt ólík stöðu félagsmanna í Eflingu og annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins. „Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á að við séum að fara alla leið með Starfsgreinasambandinu eða Eflingu. Vegna þess að kjarasamningurinn okkar er bara allt öðru vísu. Ég hefði talið eðlilegt að Landsambandið og VR ættu að geta sameinast um að klára kjarasamning eins og við erum búin að vera að gera í áratugi,” segir Guðbrandur. Hann hefur verið formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í 21 ár og formaður Landssambands verslunarmanna í sex ár. Kjörtímabil hans hefði lokið í haust en óhætt er að segja að samvinna hans og Ragnars Þórs hafi ekki verið góð. „Hann studdi það ekki að ég gæfi kost á mér sem varaforseti Alþýðusambandsins [á þingi ASÍ í október]. Hann studdi það ekki heldur að ég yrði endurkjörinn sem formaður landssambandsins. Hann hefur ekki verið minn helsti stuðningsmaður. Það liggur ljóst fyrir,” segir Guðbrandur. Ragnar Þór segir Guðbrand vera að ofmeta þá stöðu sem Landssamband verslunarmanna hafi verið komið í í viðræðunum. „Það er margt í þessu sem hefur ekki komið fram eins og til dæmis varðandi stórkostlega sölu réttinda sem að Starfsgreinasambandið, iðnaðarmenn og við höfum alfarið hafnað að fara í, á móti launahækkunum. Að vísu eru verslunarmenn í svolítið öðruvísi stöðu hvað þetta varðar vegna þess að verslunarmenn seldu frá sér þessi réttindi eins og eftirvinnuna árið 2004, minnir mig, þannig að þetta hefur ekki eins mikil áhrif á okkar samning en hins vegar megum við ekki gleyma því að samtakamáttur þessara félaga hefur svo mikið að segja varðandi mikilvægar kerfisbreytingar sem við erum að reyna að ná fram gagnvart stjórnvöldum,“ segir Ragnar Þór.Hlusta má á viðtalið við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kjaramál Tengdar fréttir Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38
„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45
Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45