Hannes: Þykir vænt um Pepsi Max-deildina en er enn leikmaður Qarabag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 20:30 Hannes Þór Halldórsson neitar því ekki að hafa áhuga á að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er þó enn leikmaður Qarabag í Aserbaísjan, þar sem hann fær afar fá tækifæri um þessar mundir. Hannes samdi við Qarabag síðastliðið sumar og gerði þá tveggja ára samning. En hann segir að staða hans nú sé erfið. „Það er erfitt að lýsa þsssu. Ráða í stöðuna og giska á hvað muni gerast. Það er algert frost eins og staðan er núna og þetta er skrýtið mál,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. En er hann að reyna að semja um starfslok hjá félaginu? „Ég er alltaf að reyna að spjalla við menn þarna og finna út úr því hver næstu skref verða. Ég get ekki farið út í nein smáatriði. En það er ekkert leyndarmál að ég er óánægður með stöðuna, ég er ekki að spila og það er enginn glaður þegar hann er ekki að spila.“ Hannes Þór hefur verið sterklega orðaður við Val en vildi engu svara hvort að hann væri á leið í rauða búninginn strax í sumar. „Þegar ég skrifaði undir hjá Qarabag var planið að vera þar í tvö ár og það er enn þannig. Svo verður bara að koma í ljós hvernig framtíðin verður. Hvort það verði Valur eða eitthvað annað, ég get ekki tjáð mig um það núna.“Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyHugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar Hann neitar því ekki og hefur aldrei gert, að hann er spenntur fyrir því að spila aftur heima á Íslandi. „Ég hef alltaf stefnt á það að koma heim og spila. Ég hugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar og það hefur alltaf verið heillandi tilhugsun fyrir mig. Hvort sem það gerist núna í sumar, næsta eða þarnæsta - við verðum bara að sjá til.“ Fyrir núverandi landsliðsverkefni, sem Hannes er að búa sig undir, sagði þjálfarinn Erik Hamren að Hannes væri enn markvörður númer eitt hjá landsliðinu. „Það var gott að heyra það frá þjálfaranum því undirbúningur minn síðustu vikurnar hafa snúist um þessa leiki.“ EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson neitar því ekki að hafa áhuga á að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er þó enn leikmaður Qarabag í Aserbaísjan, þar sem hann fær afar fá tækifæri um þessar mundir. Hannes samdi við Qarabag síðastliðið sumar og gerði þá tveggja ára samning. En hann segir að staða hans nú sé erfið. „Það er erfitt að lýsa þsssu. Ráða í stöðuna og giska á hvað muni gerast. Það er algert frost eins og staðan er núna og þetta er skrýtið mál,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. En er hann að reyna að semja um starfslok hjá félaginu? „Ég er alltaf að reyna að spjalla við menn þarna og finna út úr því hver næstu skref verða. Ég get ekki farið út í nein smáatriði. En það er ekkert leyndarmál að ég er óánægður með stöðuna, ég er ekki að spila og það er enginn glaður þegar hann er ekki að spila.“ Hannes Þór hefur verið sterklega orðaður við Val en vildi engu svara hvort að hann væri á leið í rauða búninginn strax í sumar. „Þegar ég skrifaði undir hjá Qarabag var planið að vera þar í tvö ár og það er enn þannig. Svo verður bara að koma í ljós hvernig framtíðin verður. Hvort það verði Valur eða eitthvað annað, ég get ekki tjáð mig um það núna.“Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyHugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar Hann neitar því ekki og hefur aldrei gert, að hann er spenntur fyrir því að spila aftur heima á Íslandi. „Ég hef alltaf stefnt á það að koma heim og spila. Ég hugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar og það hefur alltaf verið heillandi tilhugsun fyrir mig. Hvort sem það gerist núna í sumar, næsta eða þarnæsta - við verðum bara að sjá til.“ Fyrir núverandi landsliðsverkefni, sem Hannes er að búa sig undir, sagði þjálfarinn Erik Hamren að Hannes væri enn markvörður númer eitt hjá landsliðinu. „Það var gott að heyra það frá þjálfaranum því undirbúningur minn síðustu vikurnar hafa snúist um þessa leiki.“
EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00
Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43
Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00
Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15