Með erlendum augum Kristrún Frostadóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 „Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeigandi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæðunum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlutleysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættufælni og ákvörðunartaka „yfirburða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og samdráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efnahagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evrópskra banka að ódýru fjármagni til að fleyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjuggust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingatækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einnig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingatækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxtastigið margfalt hærra. Þó efnahagsspár séu ónákvæmar er efnahagsástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vestanhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutningsvexti og verkföllum, en grunnstoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjárfesta sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagnvart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættumat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn erlendis frá. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristrún Frostadóttir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeigandi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæðunum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlutleysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættufælni og ákvörðunartaka „yfirburða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og samdráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efnahagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evrópskra banka að ódýru fjármagni til að fleyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjuggust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingatækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einnig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingatækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxtastigið margfalt hærra. Þó efnahagsspár séu ónákvæmar er efnahagsástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vestanhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutningsvexti og verkföllum, en grunnstoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjárfesta sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagnvart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættumat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn erlendis frá. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar