Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2019 22:38 Frá fundi félaganna hjá ríkissáttasemjara fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins lauk nú á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan hálf 10 í fyrramálið. Þá munu verkföll Eflingar hefjast á morgun, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. Fundur deiluaðila hófst klukkan tíu í morgun og stóð því yfir í rúmar tólf klukkustundir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vildi ekki tjá sig um efni fundarins eða gang viðræðna í samtali við Vísi nú skömmu fyrir klukkan 23. „Við mætum bara á morgun og höldum áfram,“ segir Sólveig, innt eftir því hvort hún sé bjartsýn fyrir fund morgundagsins. Aðrir formenn verkalýðsfélaganna hafa ýmist ekki viljað tjá sig um viðræðurnar í kvöld eða ekki svarað símtölum fréttastofu. Þá staðfestir Sólveig að verkföll bílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu og aka ákveðnum leiðum Strætó, hefjist í fyrramálið klukkan 7. Gert er ráð fyrir að það standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis en um er að ræða tíu leiðir Strætó. Hér má nálgast upplýsingar um þær leiðir sem verkfallið mun hafa áhrif á. Þá hefjast verkföll hótelstarfsmanna og rútufyrirtækja á miðvikudag og standa yfir í þrjá sólarhringa, að öllu óbreyttu.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. 31. mars 2019 19:00 Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins lauk nú á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan hálf 10 í fyrramálið. Þá munu verkföll Eflingar hefjast á morgun, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. Fundur deiluaðila hófst klukkan tíu í morgun og stóð því yfir í rúmar tólf klukkustundir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vildi ekki tjá sig um efni fundarins eða gang viðræðna í samtali við Vísi nú skömmu fyrir klukkan 23. „Við mætum bara á morgun og höldum áfram,“ segir Sólveig, innt eftir því hvort hún sé bjartsýn fyrir fund morgundagsins. Aðrir formenn verkalýðsfélaganna hafa ýmist ekki viljað tjá sig um viðræðurnar í kvöld eða ekki svarað símtölum fréttastofu. Þá staðfestir Sólveig að verkföll bílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu og aka ákveðnum leiðum Strætó, hefjist í fyrramálið klukkan 7. Gert er ráð fyrir að það standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis en um er að ræða tíu leiðir Strætó. Hér má nálgast upplýsingar um þær leiðir sem verkfallið mun hafa áhrif á. Þá hefjast verkföll hótelstarfsmanna og rútufyrirtækja á miðvikudag og standa yfir í þrjá sólarhringa, að öllu óbreyttu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. 31. mars 2019 19:00 Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. 31. mars 2019 19:00
Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42
Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33