Velkomin til AIK, Kolbeinn Sigþórsson!Samningi Kolbeins við Nantes var rift fyrr í mánuðinum og hann er nú búinn að finna sér nýtt félag.
Läs mer >> https://t.co/QHkxnNjorFpic.twitter.com/XHkXm0l7Y7
— AIK Fotboll (@aikfotboll) March 31, 2019
Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK sem gerði markalaust jafntefli við Östersunds í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Kolbeinn gekk í raðir Nantes sumarið 2015 en lék aðeins 33 leiki með franska liðinu og skoraði fjögur mörk. Hann hefur lítið sem ekkert leikið frá EM 2016 vegna meiðsla.
Næsti leikur AIK er gegn Norrköping eftir viku.