Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 10:24 Biden var varaforseti Baracks Obama og er talinn líklegur til afreka bjóði hann sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni. Bandaríkin MeToo Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira