Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 12:15 Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. Líkt og fjallað hefur verið um að undanförnu hyggjast Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og nokkrir lykilstarfsmenn flugfélagsins endurvekja rekstur þess og eru þeir sagðir leita fjármögnunar upp á fjörutíu milljónir dala. Þá varð greint frá því í gær að fjármögnun nýs félags byggði meðal annars á hópfjármögnun á erlendri vefsíðu. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins vilja Skúli og félagar fá allt að 670 milljónir króna með þessari leið og er lágmarksfjárhæð sem hægt verður að leggja til sögð vera 200 til 250 þúsund krónur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW air, segir að tímapressan sé mikil gagnvart þeim sem hyggjast kaupa rekstur félagsins. „Það eru þessi slot. Það þarf að koma þeim aftur í umferð. Þeir stjórnendur úti sem sjá um að úthluta slottum eru ekki þolinmóðir,“ segir Sveinn Andri en samkvæmt heimildum fréttastofu var öllum lendingarleyfum WOW air úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan beðið er eftir því hvort rekstur verði hafinn að nýju. Þá eru leigusalar flugvéla WOW air orðið óþreyjufullir. „Þeir sjá sér kannski ákveðinn hag í því að nýr aðili taki yfir vélunum sem eru með sama útliti og lógói. Þá þarf ekki að fara í mikinn kostnað með að breyta vélunum. Það er hluti af þessum viðræðum sem nýir aðilar eiga við heildsala, að þeir bíði með að breyta vélunum,“ segir Sveinn Andri. Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra.Vísir/vilhelmÞá eru meðal hugmynda Skúla og félaga að hið endurreista félag taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun í þrotabúið. Sveinn Andri segist hafa tekið vel í þessa hugmynd þar sem það sé jákvætt að hluti fyrrum starfsmanna WOW air fái vinnu á ný. „Þetta myndi líka leiða til þess að þá fækkar forgangskröfum sem þessu nemur í búið og þá eru meiri líkur á því að almennir kröfuhafa, sem við vinnum fyrir líka, fái eitthvað fyrir sinn snúð,“ segir Sveinn Andri. Búist er við mörgum kröfum í þrotabúið og segir Sveinn Andri að fjöldi kröfulýsinga hafi nú þegar hafa borist. Hann segir eitt það verðmætasta í búinu vera bókunarkerfið en gríðarleg vinna hafi legið að baki þróunar hugbúnaðarins. „Síðan á félagið mjög verðmæta óveðsetta varahluti. Fljótlega þegar það skýrist hvort þessir nýju aðilar komi inn, og ef þeir koma ekki inn, þá forum við í það að selja þessa varahluti. Þeir eru mjög auðseljanlegir,“ segir Sveinn Andri en um ræðir varahluti og verkfæri sem tengist rekstri flugvéla. Þá er búið að skila hluta af leiguhúsnæði WOW air í Katrínartúni og þegar er byrjað að selja eignir út úr búinu eins og til dæmis skrifstofubúnað og húsgögn. Sveinn Andri býst við því að í ljós komi hvort WOW air verði endurreist á allra næstu dögum. „Það má vel vera að þeim takist að kreista út einhverja auka fresti en það erum ekki við sem ráðum ferðinni þá,“ segir Sveinn Andri. Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Deila um skiptastjóra WOW air fyrir dóm á miðvikudag Til stendur að taka kröfu Arion banka, þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður víki sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air, fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. 8. apríl 2019 12:12 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. Líkt og fjallað hefur verið um að undanförnu hyggjast Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og nokkrir lykilstarfsmenn flugfélagsins endurvekja rekstur þess og eru þeir sagðir leita fjármögnunar upp á fjörutíu milljónir dala. Þá varð greint frá því í gær að fjármögnun nýs félags byggði meðal annars á hópfjármögnun á erlendri vefsíðu. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins vilja Skúli og félagar fá allt að 670 milljónir króna með þessari leið og er lágmarksfjárhæð sem hægt verður að leggja til sögð vera 200 til 250 þúsund krónur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW air, segir að tímapressan sé mikil gagnvart þeim sem hyggjast kaupa rekstur félagsins. „Það eru þessi slot. Það þarf að koma þeim aftur í umferð. Þeir stjórnendur úti sem sjá um að úthluta slottum eru ekki þolinmóðir,“ segir Sveinn Andri en samkvæmt heimildum fréttastofu var öllum lendingarleyfum WOW air úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan beðið er eftir því hvort rekstur verði hafinn að nýju. Þá eru leigusalar flugvéla WOW air orðið óþreyjufullir. „Þeir sjá sér kannski ákveðinn hag í því að nýr aðili taki yfir vélunum sem eru með sama útliti og lógói. Þá þarf ekki að fara í mikinn kostnað með að breyta vélunum. Það er hluti af þessum viðræðum sem nýir aðilar eiga við heildsala, að þeir bíði með að breyta vélunum,“ segir Sveinn Andri. Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra.Vísir/vilhelmÞá eru meðal hugmynda Skúla og félaga að hið endurreista félag taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun í þrotabúið. Sveinn Andri segist hafa tekið vel í þessa hugmynd þar sem það sé jákvætt að hluti fyrrum starfsmanna WOW air fái vinnu á ný. „Þetta myndi líka leiða til þess að þá fækkar forgangskröfum sem þessu nemur í búið og þá eru meiri líkur á því að almennir kröfuhafa, sem við vinnum fyrir líka, fái eitthvað fyrir sinn snúð,“ segir Sveinn Andri. Búist er við mörgum kröfum í þrotabúið og segir Sveinn Andri að fjöldi kröfulýsinga hafi nú þegar hafa borist. Hann segir eitt það verðmætasta í búinu vera bókunarkerfið en gríðarleg vinna hafi legið að baki þróunar hugbúnaðarins. „Síðan á félagið mjög verðmæta óveðsetta varahluti. Fljótlega þegar það skýrist hvort þessir nýju aðilar komi inn, og ef þeir koma ekki inn, þá forum við í það að selja þessa varahluti. Þeir eru mjög auðseljanlegir,“ segir Sveinn Andri en um ræðir varahluti og verkfæri sem tengist rekstri flugvéla. Þá er búið að skila hluta af leiguhúsnæði WOW air í Katrínartúni og þegar er byrjað að selja eignir út úr búinu eins og til dæmis skrifstofubúnað og húsgögn. Sveinn Andri býst við því að í ljós komi hvort WOW air verði endurreist á allra næstu dögum. „Það má vel vera að þeim takist að kreista út einhverja auka fresti en það erum ekki við sem ráðum ferðinni þá,“ segir Sveinn Andri.
Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Deila um skiptastjóra WOW air fyrir dóm á miðvikudag Til stendur að taka kröfu Arion banka, þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður víki sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air, fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. 8. apríl 2019 12:12 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45
Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15
Deila um skiptastjóra WOW air fyrir dóm á miðvikudag Til stendur að taka kröfu Arion banka, þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður víki sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air, fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. 8. apríl 2019 12:12