Pála Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Ég var einsog villuráfandi sauður þegar ég kynntist Pálu. Ekki af neinum sjúkleikum heldur vegna þess að ég einblíndi á aukaatriðin og var gjörsamlega blindur á lífið sjálft. Ég var óhamingjusamur enda fannst mér ég ekkert kunna nema kannski að yrkja eftir hefðbundnum bragarháttum sem kom sér ekkert sérlega vel þar sem ég var að vinna í sumarskóla fyrir einhverf börn. Samstarfsmennirnir voru orðnir þreyttir á mér þar sem ég átti það til að klæða Gunnar í sokkana hennar Gunnu, setti hlutina aldrei á sinn stað, drakk af djús sem var ekki minn og skráði allt rangt sem ég gleymdi ekki að skrá. En svo kom nýi yfirmaðurinn: Pála. Ekki leist mér á blikuna þegar hún sagðist ætla að fylgjast með okkur í viku og leggja svo línurnar. Mér fannst ég lítt gæfulegur til úttektar. Vikan var ekki liðin þegar hún kallaði mig á sinn fund. Það sem gerðist á þessum fundi, og það sem í raun einkenndi allt hennar starf, var uppljómun fyrir mig sem markaði mig til lífstíðar. Hún taldi mér trú um að ég gæti reynst gæfa fyrir börnin sem ég var að vinna með. Það voru ekki aðeins orðin sem opnuðu manni nýja veröld heldur einnig krafturinn og kærleikurinn sem stafaði af þessum heiðbláu augum. En svo flutti hún til Danmerkur og ég til Grikklands og ég sá hana aldrei meir. Tíminn leið og svo les ég andlátsfrétt sem fær mig til að pæla: Páll var verkfæri sem gerði okkur kleift að rækta jörðina sem síðan greiddi götu okkar til siðmenningar. Pála var álíka vegsemd fyrir mig þar sem hún kenndi mér að yrkja á akri sálarinnar. Er þá of seint að segja takk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég var einsog villuráfandi sauður þegar ég kynntist Pálu. Ekki af neinum sjúkleikum heldur vegna þess að ég einblíndi á aukaatriðin og var gjörsamlega blindur á lífið sjálft. Ég var óhamingjusamur enda fannst mér ég ekkert kunna nema kannski að yrkja eftir hefðbundnum bragarháttum sem kom sér ekkert sérlega vel þar sem ég var að vinna í sumarskóla fyrir einhverf börn. Samstarfsmennirnir voru orðnir þreyttir á mér þar sem ég átti það til að klæða Gunnar í sokkana hennar Gunnu, setti hlutina aldrei á sinn stað, drakk af djús sem var ekki minn og skráði allt rangt sem ég gleymdi ekki að skrá. En svo kom nýi yfirmaðurinn: Pála. Ekki leist mér á blikuna þegar hún sagðist ætla að fylgjast með okkur í viku og leggja svo línurnar. Mér fannst ég lítt gæfulegur til úttektar. Vikan var ekki liðin þegar hún kallaði mig á sinn fund. Það sem gerðist á þessum fundi, og það sem í raun einkenndi allt hennar starf, var uppljómun fyrir mig sem markaði mig til lífstíðar. Hún taldi mér trú um að ég gæti reynst gæfa fyrir börnin sem ég var að vinna með. Það voru ekki aðeins orðin sem opnuðu manni nýja veröld heldur einnig krafturinn og kærleikurinn sem stafaði af þessum heiðbláu augum. En svo flutti hún til Danmerkur og ég til Grikklands og ég sá hana aldrei meir. Tíminn leið og svo les ég andlátsfrétt sem fær mig til að pæla: Páll var verkfæri sem gerði okkur kleift að rækta jörðina sem síðan greiddi götu okkar til siðmenningar. Pála var álíka vegsemd fyrir mig þar sem hún kenndi mér að yrkja á akri sálarinnar. Er þá of seint að segja takk?
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar