Finn að þetta er á réttri leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. apríl 2019 16:00 Eygló sér fyrir endann á áralangri baráttu við bakmeiðsli sem hafa plagað hana. Fréttablaðið/ernir Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Sjá meira