Komum á bráðadeild Landspítalans fækkar um tíu prósent Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2019 06:15 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. vísir/anton brink Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira