Í skólanum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. apríl 2019 07:00 Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun