Kerfið gegn feðrum Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Einu sinni var veröldin þannig að þegar barn kom í heiminn höfðu margir feður ríka tilhneigingu til að láta sig hverfa, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki með móðurinni. Feður upplifðu sig hugsanlega ekki nauðsynlega í veröld uppeldis, eða velkomna. Á þessu voru auðvitað veigamiklar undantekningar, en algengt var þó að feður færu í mesta lagi með börn sín niður að Tjörn aðra hverja helgi að gefa öndunum brauð. Síðan hefur komið í ljós að brauð er óhollt fyrir endur, sem voru auðvitað slæm tíðindi fyrir helgarpabbana, en sem betur hefur veröldin líka breyst. Nú heyrir það til undantekninga, fullyrði ég, að feður taki ekki ríkan þátt í uppeldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móðurinni. Nú er það orðið ákaflega algengt fyrirkomulag að börn, eftir skilnað, búi á tveimur heimilum til jafns. Viku hjá pabbanum og viku hjá mömmunni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þetta fyrirkomulag kemur vel út fyrir börn, enda ákaflega mikilvægt – og stutt rannsóknum – að börn upplifi rík tengsl bæði við móður og föður.Þvermóðska laganna Svona getur veröldin batnað. Það hefur lengi legið fyrir að foreldrar munu ekki allir geta hugsað sér að búa saman. Það er staðreynd. Menningin sjálf, viðhorfin, hefur þokað veröldinni í þá átt, að upplýst fólk í nútímanum hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðvitað sé það ekki æskilegt að faðirinn láti sig hverfa. Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrí. En svona hugsar kerfið. Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld. Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.Lífskjarasamningarnir Eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem veröldin verður betri fyrir börn í þessari aðstöðu – og æ fleiri foreldrar sem búa ekki saman ákveða samt að ala upp börnin sín saman – verður þessi þvermóðska kerfisins sorglegri og átakanlegri. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að styðja við þessa viðleitni foreldra? Hvers vegna er það svona rosalega mikilvægt að börn, sama hvernig vindar blása, skuli alltaf búa einungis á einu heimili? Margt hangir á spýtunni. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta eru fregnir af lífskjarasamningunum svokölluðu. Það er gott að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman. Það er gott að reynt verður að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu. Ég hef hins vegar lengi haft það að sérstöku áhugamáli að leggja við hlustir þegar áhrifafólk byrjar að tala um nauðsyn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa samfélagsins og bæta kjör þeirra. Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlægur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.Lúalegur feluleikur Hverju sætir? Nóg er talað um mikilvægi þess, blessunarlega, að auðvelda fólki að standa straum af kostnaði við uppeldi barna. Það er veigamikill hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hækka skuli barnabætur. Ekki vantar áhugann á því að bæta kjör barnafólks. Þeim mun átakanlegri er þá hin fyrrnefnda þrjóska og þvermóðska: Ekki skal króna af þessum kjarabótum renna til þeirra foreldra – að langstærstum hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helminginn af árinu. Að áliti kerfisins er árið ennþá 1950. Þessi feður eru bara meðlagsgreiðendur. Punktur. Barnauppeldi er ekki þeirra. Spilaður er lúalegur feluleikur til þess að verja þessa fornu samfélagsmynd. Einstæðir foreldrar fá að sjálfsögðu barnabætur. En vegna þess að börn mega einungis vera skráð á einu heimili, þá eiga börn alltaf bara eitt einstætt foreldri. Aldrei tvö. Yfirleitt eru þó foreldrin tvö. Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir. Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröldin þannig að þegar barn kom í heiminn höfðu margir feður ríka tilhneigingu til að láta sig hverfa, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki með móðurinni. Feður upplifðu sig hugsanlega ekki nauðsynlega í veröld uppeldis, eða velkomna. Á þessu voru auðvitað veigamiklar undantekningar, en algengt var þó að feður færu í mesta lagi með börn sín niður að Tjörn aðra hverja helgi að gefa öndunum brauð. Síðan hefur komið í ljós að brauð er óhollt fyrir endur, sem voru auðvitað slæm tíðindi fyrir helgarpabbana, en sem betur hefur veröldin líka breyst. Nú heyrir það til undantekninga, fullyrði ég, að feður taki ekki ríkan þátt í uppeldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móðurinni. Nú er það orðið ákaflega algengt fyrirkomulag að börn, eftir skilnað, búi á tveimur heimilum til jafns. Viku hjá pabbanum og viku hjá mömmunni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þetta fyrirkomulag kemur vel út fyrir börn, enda ákaflega mikilvægt – og stutt rannsóknum – að börn upplifi rík tengsl bæði við móður og föður.Þvermóðska laganna Svona getur veröldin batnað. Það hefur lengi legið fyrir að foreldrar munu ekki allir geta hugsað sér að búa saman. Það er staðreynd. Menningin sjálf, viðhorfin, hefur þokað veröldinni í þá átt, að upplýst fólk í nútímanum hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðvitað sé það ekki æskilegt að faðirinn láti sig hverfa. Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrí. En svona hugsar kerfið. Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld. Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.Lífskjarasamningarnir Eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem veröldin verður betri fyrir börn í þessari aðstöðu – og æ fleiri foreldrar sem búa ekki saman ákveða samt að ala upp börnin sín saman – verður þessi þvermóðska kerfisins sorglegri og átakanlegri. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að styðja við þessa viðleitni foreldra? Hvers vegna er það svona rosalega mikilvægt að börn, sama hvernig vindar blása, skuli alltaf búa einungis á einu heimili? Margt hangir á spýtunni. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta eru fregnir af lífskjarasamningunum svokölluðu. Það er gott að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman. Það er gott að reynt verður að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu. Ég hef hins vegar lengi haft það að sérstöku áhugamáli að leggja við hlustir þegar áhrifafólk byrjar að tala um nauðsyn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa samfélagsins og bæta kjör þeirra. Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlægur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.Lúalegur feluleikur Hverju sætir? Nóg er talað um mikilvægi þess, blessunarlega, að auðvelda fólki að standa straum af kostnaði við uppeldi barna. Það er veigamikill hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hækka skuli barnabætur. Ekki vantar áhugann á því að bæta kjör barnafólks. Þeim mun átakanlegri er þá hin fyrrnefnda þrjóska og þvermóðska: Ekki skal króna af þessum kjarabótum renna til þeirra foreldra – að langstærstum hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helminginn af árinu. Að áliti kerfisins er árið ennþá 1950. Þessi feður eru bara meðlagsgreiðendur. Punktur. Barnauppeldi er ekki þeirra. Spilaður er lúalegur feluleikur til þess að verja þessa fornu samfélagsmynd. Einstæðir foreldrar fá að sjálfsögðu barnabætur. En vegna þess að börn mega einungis vera skráð á einu heimili, þá eiga börn alltaf bara eitt einstætt foreldri. Aldrei tvö. Yfirleitt eru þó foreldrin tvö. Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir. Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun