Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 19:53 Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan. EPA/HOW HWEE YOUNG Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. Yfirvöld Indlands saka nágranna sína um móðursýki. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því í febrúar þegar hryðjuverkasamtök, sem starfrækt eru í Pakistan, felldu 40 indverska hermenn í sjálfsmorðsárás í Kasmír. Indverjar gerðu í kjölfarið loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír og kom til orrustu á milli flugmanna ríkjanna sem endaði með því að ein indversk þota var skotin niður. Indverjar hafa jafnvel sakað Pakistana um að hafa komið að sjálfsmorðsárásinni. Því hefur verið neitað í Islamabad og Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur heitið því að starfa með Indverjum til að rannsaka þær ásakanir búi þeir yfir einhverjum marktækum sönnunargögnum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum og hafa háð þrjár styrjaldir sín á milli frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Qureshi ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Pakistanar hefðu áreiðanlegar upplýsingar um að Indverjar væru að skipuleggja árás á Pakistan á milli 16. og 20. apríl. Hann sagði að búið væri að koma þeim upplýsingum til sendiherra fastaríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Raveesh Kumar, talsmaður Utanríkisráðuneytis Indlands, sagði ekkert til í þessum ásökunum. Hann sagði þær fáránlegar og sagði að Qureshi væri að sýna óábyrga hegðun. Markmið hans væri að valda usla og hvetja hryðjuverkamenn í Pakistan til þess að gera árásir í Indlandi. Indland Pakistan Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. Yfirvöld Indlands saka nágranna sína um móðursýki. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því í febrúar þegar hryðjuverkasamtök, sem starfrækt eru í Pakistan, felldu 40 indverska hermenn í sjálfsmorðsárás í Kasmír. Indverjar gerðu í kjölfarið loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír og kom til orrustu á milli flugmanna ríkjanna sem endaði með því að ein indversk þota var skotin niður. Indverjar hafa jafnvel sakað Pakistana um að hafa komið að sjálfsmorðsárásinni. Því hefur verið neitað í Islamabad og Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur heitið því að starfa með Indverjum til að rannsaka þær ásakanir búi þeir yfir einhverjum marktækum sönnunargögnum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum og hafa háð þrjár styrjaldir sín á milli frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Qureshi ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Pakistanar hefðu áreiðanlegar upplýsingar um að Indverjar væru að skipuleggja árás á Pakistan á milli 16. og 20. apríl. Hann sagði að búið væri að koma þeim upplýsingum til sendiherra fastaríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Raveesh Kumar, talsmaður Utanríkisráðuneytis Indlands, sagði ekkert til í þessum ásökunum. Hann sagði þær fáránlegar og sagði að Qureshi væri að sýna óábyrga hegðun. Markmið hans væri að valda usla og hvetja hryðjuverkamenn í Pakistan til þess að gera árásir í Indlandi.
Indland Pakistan Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira