Erlent

Vilhjálmur Bretaprins kynnti sér starfsemi leyniþjónustunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Vilhjálmur ásamt Karli föður sínum og Harry bróður.
Vilhjálmur ásamt Karli föður sínum og Harry bróður. Getty/Karwai Tang
Vilhjálmur Bretaprins hefur undanfarnar þrjár vikur starfað með leyniþjónustum Bretlands og kynnt sér starfsemi þeirra og vinnubrögð. Þetta gerði hann til að öðlast frekari skilning á hlutverki þjónustunnar og hvernig þær virka fyrir sig. AP greinir.

Kensington-höll greindi frá þessu í tilkynningu. Vilhjálmur, sem áður hefur gegnt herþjónustu, er þjálfaður þyrluflugmaður og hefur flogið með herlið og sem sjúkraflugmaður.

Vilhjálmur sótti heim innanríkisleyniþjónustuna MI5, utanríkisleyniþjónustuna MI6 og hlerunarþjónustu ríkisstjórnarinnar GCHQ. Veru prinsins hjá stofnununum lauk í gær, laugardag.

Vilhjálmur sagði reynsluna auðmýkjandi í yfirlýsingu, vegna þess að skrýtið hafi verið að starfa með hversdagslegu fólki sem megi ekki segja fjölskyldu og vinum frá því sem þau starfa við og öllu því álagi sem því fylgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×