Landeigandi á Kjalarnesi hefur ekkert heyrt frá Vegagerðinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46
Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45