Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 14:19 Skipuleggjendur fundarins ásamt talsmanni ESA. Frá vinstri: Halldór Fannar Kristjánsson, Roger Odeberger, Agnar Már Júlíusson, Hákon Bragi Magnússon. Erna Ýr/Viljinn Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi. Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi.
Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54