Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 64-62 | Stjörnukonur í kjörstöðu Axel Örn Sæmundsson skrifar 7. apríl 2019 22:15 Stjörnukonur fagna í leikslok. Vísir/Daníel Þór Hér í kvöld mættust lið Stjörnunnar og Keflavíkur í öðrum leik þessara liða í undanúrslitum í Dominos deild kvenna. Stjarnan leiddi einvígið fyrir leik 1-0 eftir sterkan útisigur í Keflavík síðasta þriðjudag. Fyrsti leikhluti fór gríðarlega hægt af stað og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Það voru mikið af skotum að fara forgörðum sem leikmenn eru vanir að setja niður enda var mikið undir fyrir bæði lið. Keflavík byrjaði leikinn betur og virtust vera tilbúnari í leikinn heldur en heimakonur. Hægt og rólega náðu þó Stjörnukonur að minnka muninn og komast inn í leikinn. Staðan að lokum fyrsta leikhluta 11-14 fyrir gestunum. Annar leikhluti var aðeins fjörugri til að byrja með en svo fór að hægjast á þessu aftur. Stjarnan leiddi í hálfleik 31-27. Stjörnukonur voru mikið að skjóta þrista og voru þeir fáir að detta niður hjá þeim. Keflvíkingar voru með lélega vítanýtingu í fyrri hálfleik en þeir settu aðeins 4 af 9 vítum sínum niður en ef þau hefðu öll farið niður þá hefðu þær leitt í hálfleik. Þriðji leikhluti var alveg ótrúlega kaflaskiptur í þessum leik. Keflavík komu mikið sterkari út úr hálfleiknum og voru á tímapunkti að vinna leikhlutann 3-16 og voru mikið grimmari og sterkari í vörninni. Þá tóku Stjörnukonur 12-0 áhlaup og náðu að jafna þetta aftur. Staðan í lok þriðja leikhluta 46-47 í mjög jöfnum leik. Fjórði leikhluti var gríðarlega jafn og skiptust liðin á forystunni og að skora körfur. Þegar uppi var staðaið þá var Stjarnan sem vildi þetta meira og uppskáru þær sigur hér í kvöld 64-62. Keflavík fékk nokkur opin skot í lokin til að jafna þetta en þau láku ef hringnum. Af hverju vann Stjarnan?Stjörnukonur voru gíraðari í síðustu mínútur leiksins og náðu að framkvæma sínar sóknir vel hér undir lokin annað en Keflavík. Þetta var gríðarlega skemmtielgur og jafn leikur sem hefði getað dottið báðum megin. Hverjar stóðu uppúr?Danielle var flott fyrir Stjörnuna hér í kvöld og skilaði niður 22 stigum, tók 8 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Frábær leikur hjá henni. Hjá Keflavík var Sara Rún atkvæðamest og skoraði hún 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Brittany Denkins skoraði 17 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Frákastabarátta, vítanýting og lay-up hjá Keflavík. Töpuðu frákastabaráttunni, voru að skjóta illa í vítum eða 10-19 og klikkuðu á einhverjum 18 lay-upum. Erfitt að vinna þegar þetta klikkar svona svakalega. Hvað gerist næst?Liðin mætast í þriðja leiknum í þessari seríu í Keflavík á miðvikudaginn næsta. Stjarnan leiðir því 2-0 og getur klárað seríuna í Keflavík.Stjarnan er einum sigri frá úrslitaeinvíginu.vísir/daníel þórPétur Már: Fannst við heppnar„Klárlega, mér fannst við vera heppnar. Þeir fengu tvö eða þrjú skot til að jafna en sem betur fer fóru þau ekki ofan í og við náðum að kreista þetta út“ sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn allan tímann og skiptust liðin oft á forystu í leiknum sem sýnir hversu jafnt þetta var. „Vorum varnarlega góðar. Komum sterkt til baka eftir að hafa lent undir í fyrri, Alexandra stóð sig frábærlega að dekka Denkins. Það var mikil spenna og þetta týpískur playoffs leikur.“ Stjarnan leiðir nú 2-0 í seríunni og geta klárað hana í Keflavík næsta miðvikudag. „Ég hugsa ekkert um það, ef við vinnum næsta leik þá er það bara gott. Það getur truflað okkur. Við þurfum bara að execute-a og spila okkar leik og reyna að vinna þennan leik“Stjarnan átti nokkur góð áhlaup í leiknum en þær náðu mest 12-0 áhlaupi í þriðja leikhluta þegar þær voru komnar nokkrum stigum undir. „Sóknarleikurinn var kannski frekar stífur. Við vorum að hægja kannski svolítið mikið á. En aftur á móti vorum við að gera vel á varnarhelming og náðum að búa til momentum þar sem við náðum að skora nokkrar körfur í röð og sigra“ Birna Valgerður Benónýsdóttir, miðherji Keflavíkur, sækir að körfu Stjörnunnar.Jón: Þegar við erum búin að laga þessa þætti þá vinnum við næsta leik og næstu þrjá leiki„Þetta er náttúrulega bara leikur sem við áttum að vinna, það er bara þannig“ sagði Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld. Það voru nokkur lítil atriði í leik Keflavíkur sem valda því að þær sigra ekki þennan leik hér í kvöld. „Þær taka 20 sóknarfráköst, við töpum 20 boltum og klikkum á 18 lay-upum. Þetta er ofboðslega einföld stærðfræði“ Keflavík átti gríðarlega slæman dag í dag á vítalínunni en þar voru þær að skjóta 10/19. Ef nokkur víti í viðbót hefðu farið niður þá hefðum við getað horft á önnur úrslit hér í kvöld. „Við áttum að vinna þennan leik þrátt fyrir að vera með þessa þætti í ólagi, þegar við erum búin að laga þessa þætti þá vinnum við næsta leik og vinnum næstu þrjá leiki. Það er bara þannig. Sóknarleikur Keflavíkur var ekki slæmur hér í kvöld en það vantaði eins og áður hefur komið fram örlítið upp á það að Keflavík hefði sigrað þennan leik hér í kvöld. „Hann hefði getað verið betri, við erum að einbeita okkur að keyra boltann hratt upp völlinn og þegar við vorum í gír í því þá réðu þær illa við okkur. En svona á hálfum velli erum við bara ekkert sérstaklega í kvöld“ Dominos-deild kvenna
Hér í kvöld mættust lið Stjörnunnar og Keflavíkur í öðrum leik þessara liða í undanúrslitum í Dominos deild kvenna. Stjarnan leiddi einvígið fyrir leik 1-0 eftir sterkan útisigur í Keflavík síðasta þriðjudag. Fyrsti leikhluti fór gríðarlega hægt af stað og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Það voru mikið af skotum að fara forgörðum sem leikmenn eru vanir að setja niður enda var mikið undir fyrir bæði lið. Keflavík byrjaði leikinn betur og virtust vera tilbúnari í leikinn heldur en heimakonur. Hægt og rólega náðu þó Stjörnukonur að minnka muninn og komast inn í leikinn. Staðan að lokum fyrsta leikhluta 11-14 fyrir gestunum. Annar leikhluti var aðeins fjörugri til að byrja með en svo fór að hægjast á þessu aftur. Stjarnan leiddi í hálfleik 31-27. Stjörnukonur voru mikið að skjóta þrista og voru þeir fáir að detta niður hjá þeim. Keflvíkingar voru með lélega vítanýtingu í fyrri hálfleik en þeir settu aðeins 4 af 9 vítum sínum niður en ef þau hefðu öll farið niður þá hefðu þær leitt í hálfleik. Þriðji leikhluti var alveg ótrúlega kaflaskiptur í þessum leik. Keflavík komu mikið sterkari út úr hálfleiknum og voru á tímapunkti að vinna leikhlutann 3-16 og voru mikið grimmari og sterkari í vörninni. Þá tóku Stjörnukonur 12-0 áhlaup og náðu að jafna þetta aftur. Staðan í lok þriðja leikhluta 46-47 í mjög jöfnum leik. Fjórði leikhluti var gríðarlega jafn og skiptust liðin á forystunni og að skora körfur. Þegar uppi var staðaið þá var Stjarnan sem vildi þetta meira og uppskáru þær sigur hér í kvöld 64-62. Keflavík fékk nokkur opin skot í lokin til að jafna þetta en þau láku ef hringnum. Af hverju vann Stjarnan?Stjörnukonur voru gíraðari í síðustu mínútur leiksins og náðu að framkvæma sínar sóknir vel hér undir lokin annað en Keflavík. Þetta var gríðarlega skemmtielgur og jafn leikur sem hefði getað dottið báðum megin. Hverjar stóðu uppúr?Danielle var flott fyrir Stjörnuna hér í kvöld og skilaði niður 22 stigum, tók 8 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Frábær leikur hjá henni. Hjá Keflavík var Sara Rún atkvæðamest og skoraði hún 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Brittany Denkins skoraði 17 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Frákastabarátta, vítanýting og lay-up hjá Keflavík. Töpuðu frákastabaráttunni, voru að skjóta illa í vítum eða 10-19 og klikkuðu á einhverjum 18 lay-upum. Erfitt að vinna þegar þetta klikkar svona svakalega. Hvað gerist næst?Liðin mætast í þriðja leiknum í þessari seríu í Keflavík á miðvikudaginn næsta. Stjarnan leiðir því 2-0 og getur klárað seríuna í Keflavík.Stjarnan er einum sigri frá úrslitaeinvíginu.vísir/daníel þórPétur Már: Fannst við heppnar„Klárlega, mér fannst við vera heppnar. Þeir fengu tvö eða þrjú skot til að jafna en sem betur fer fóru þau ekki ofan í og við náðum að kreista þetta út“ sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn allan tímann og skiptust liðin oft á forystu í leiknum sem sýnir hversu jafnt þetta var. „Vorum varnarlega góðar. Komum sterkt til baka eftir að hafa lent undir í fyrri, Alexandra stóð sig frábærlega að dekka Denkins. Það var mikil spenna og þetta týpískur playoffs leikur.“ Stjarnan leiðir nú 2-0 í seríunni og geta klárað hana í Keflavík næsta miðvikudag. „Ég hugsa ekkert um það, ef við vinnum næsta leik þá er það bara gott. Það getur truflað okkur. Við þurfum bara að execute-a og spila okkar leik og reyna að vinna þennan leik“Stjarnan átti nokkur góð áhlaup í leiknum en þær náðu mest 12-0 áhlaupi í þriðja leikhluta þegar þær voru komnar nokkrum stigum undir. „Sóknarleikurinn var kannski frekar stífur. Við vorum að hægja kannski svolítið mikið á. En aftur á móti vorum við að gera vel á varnarhelming og náðum að búa til momentum þar sem við náðum að skora nokkrar körfur í röð og sigra“ Birna Valgerður Benónýsdóttir, miðherji Keflavíkur, sækir að körfu Stjörnunnar.Jón: Þegar við erum búin að laga þessa þætti þá vinnum við næsta leik og næstu þrjá leiki„Þetta er náttúrulega bara leikur sem við áttum að vinna, það er bara þannig“ sagði Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld. Það voru nokkur lítil atriði í leik Keflavíkur sem valda því að þær sigra ekki þennan leik hér í kvöld. „Þær taka 20 sóknarfráköst, við töpum 20 boltum og klikkum á 18 lay-upum. Þetta er ofboðslega einföld stærðfræði“ Keflavík átti gríðarlega slæman dag í dag á vítalínunni en þar voru þær að skjóta 10/19. Ef nokkur víti í viðbót hefðu farið niður þá hefðum við getað horft á önnur úrslit hér í kvöld. „Við áttum að vinna þennan leik þrátt fyrir að vera með þessa þætti í ólagi, þegar við erum búin að laga þessa þætti þá vinnum við næsta leik og vinnum næstu þrjá leiki. Það er bara þannig. Sóknarleikur Keflavíkur var ekki slæmur hér í kvöld en það vantaði eins og áður hefur komið fram örlítið upp á það að Keflavík hefði sigrað þennan leik hér í kvöld. „Hann hefði getað verið betri, við erum að einbeita okkur að keyra boltann hratt upp völlinn og þegar við vorum í gír í því þá réðu þær illa við okkur. En svona á hálfum velli erum við bara ekkert sérstaklega í kvöld“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti