Viðskipti innlent

Landsbankinn greiðir 9,9 milljarða í arð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Samþykkt var á aðalfundi Landsbankans í gær að að bankinn greiði samtals út arð að fjárhæð 9,9 milljarða króna á árinu 2019. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2019 því nema um 142 milljörðum króna að því er segir á heimasíðu hans.

Í tengslum við fundinn var samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2018 gefin út en ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2018 kom út samhliða ársuppgjöri þann 7. febrúar sl.

Á árinu nam hagnaður bankans 19,3 milljörðum króna, arðsemi eiginfjár var 8,2% og kostnaðarhlutfall var 45,5%. Útlán jukust um 138,9 milljarða króna, bæði til einstaklinga og fyrirtækja og vanskilahlutfall lækkaði í 0,8%. Eigið fé bankans nam 239,6 milljörðum króna í árslok 2019 og eiginfjárhlutfallið var 24,9%,

Arðurinn verður greiddur út í tveimur jafnháum greiðslum, annars vegar 10. apríl 2019 og hins vegar 2. október 2019. Arðgreiðslan nemur um 51,5% af hagnaði ársins 2018.


Tengdar fréttir

Hættur í bankaráði Landsbankans

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×