Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Frá afmælisfundinum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið. Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið.
Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira