Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 15:51 Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Kjarasamningar á opinbera markaðnum eru lausir og verkfræðingar eru á meðal þeirra sem eiga eftir að semja. Birkir Hrafn Jóakimsson er formaður kjaradeildar VFÍ. Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. Hann tekur þó fram að stjórn kjaradeildarinnar hafi ekki fundað eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í gær og að enn eigi eftir að ræða við bakland félagsins. Þetta sé hins vegar hans skoðun og tilfinning fyrir málinu. Samningar hjá verkfræðingum sem starfa í opinbera geiranum, það er hjá ríki, borg og sveitarfélögum, losnuðu um síðustu mánaðamót. Samningar aðildarfélaga BHM á opinbera markaðnum losnuðu þá einnig en Verkfræðingafélag Íslands stendur utan BHM. Birkir segir að viðræður séu ekki hafnar við samningsaðila félagsins á opinbera markaðnum. „Við höfum aldrei byrjað fyrr en stóru samningarnir hafa verið afstaðnir. En við erum í startholunum, það er búið að skipa í allar samninganefndir og slíkt,“ segir Birkir en enn er verið að vinna í kröfugerðinni. Birkir segir að nú sé í raun einn kjarasamningur laus hjá verkfræðingum en hver og ein stofnun geri síðan stofnanasamning. Þeir séu þó ekki endilega að renna út þó að kjarasamningar losni enda séu þeir gjarnan ótímabundnir.Tímabært að gera samning þar sem hlutur þeirra lægst launuðu sé réttur Samkvæmt samningunum sem undirritaðir voru í gær hækka laun samkvæmt krónutölu en ekki prósentustigum eins og verið hefur venjan í kjarasamningum hérlendis. Krónutöluhækkanirnar þýða að þeir sem lægstu launin hafa hækka hlutfallslega meira í launum en þeir sem hafa hærri tekjur. Verkfræðingar eru ekki á meðal tekjulægstu hópa samfélagsins. Aðspurður hvort að félagsmenn muni því sætta sig mögulega við það fá hlutfallslega lægri hækkun launa í nýjum kjarasamningum sé mið tekið af samningunum sem undirritaðir voru í gær segir Birkir: „Við höfum ekki fundað eftir að þessir samningar voru undirritaðir þannig að þetta er meira mín persónulega skoðun. En í fljótu bragði þá finnst mér tímabært að gera svona samning, það er að það sé aðeins verið að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Ef það er hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun þá held ég að sé fólk tilbúið í það.“ Birkir bendir jafnframt á að nýndirritaðir samningar virðast snúast um meira en launahækkanir. „Þetta virðist mikið til réttindasamningur, til að mynda hvað varðar vinnutímastyttingu, þannig að þetta virðist vera miklu víðtækari samningur en bara um launahækkanirnar,“ segir Birkir. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. Hann tekur þó fram að stjórn kjaradeildarinnar hafi ekki fundað eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í gær og að enn eigi eftir að ræða við bakland félagsins. Þetta sé hins vegar hans skoðun og tilfinning fyrir málinu. Samningar hjá verkfræðingum sem starfa í opinbera geiranum, það er hjá ríki, borg og sveitarfélögum, losnuðu um síðustu mánaðamót. Samningar aðildarfélaga BHM á opinbera markaðnum losnuðu þá einnig en Verkfræðingafélag Íslands stendur utan BHM. Birkir segir að viðræður séu ekki hafnar við samningsaðila félagsins á opinbera markaðnum. „Við höfum aldrei byrjað fyrr en stóru samningarnir hafa verið afstaðnir. En við erum í startholunum, það er búið að skipa í allar samninganefndir og slíkt,“ segir Birkir en enn er verið að vinna í kröfugerðinni. Birkir segir að nú sé í raun einn kjarasamningur laus hjá verkfræðingum en hver og ein stofnun geri síðan stofnanasamning. Þeir séu þó ekki endilega að renna út þó að kjarasamningar losni enda séu þeir gjarnan ótímabundnir.Tímabært að gera samning þar sem hlutur þeirra lægst launuðu sé réttur Samkvæmt samningunum sem undirritaðir voru í gær hækka laun samkvæmt krónutölu en ekki prósentustigum eins og verið hefur venjan í kjarasamningum hérlendis. Krónutöluhækkanirnar þýða að þeir sem lægstu launin hafa hækka hlutfallslega meira í launum en þeir sem hafa hærri tekjur. Verkfræðingar eru ekki á meðal tekjulægstu hópa samfélagsins. Aðspurður hvort að félagsmenn muni því sætta sig mögulega við það fá hlutfallslega lægri hækkun launa í nýjum kjarasamningum sé mið tekið af samningunum sem undirritaðir voru í gær segir Birkir: „Við höfum ekki fundað eftir að þessir samningar voru undirritaðir þannig að þetta er meira mín persónulega skoðun. En í fljótu bragði þá finnst mér tímabært að gera svona samning, það er að það sé aðeins verið að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Ef það er hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun þá held ég að sé fólk tilbúið í það.“ Birkir bendir jafnframt á að nýndirritaðir samningar virðast snúast um meira en launahækkanir. „Þetta virðist mikið til réttindasamningur, til að mynda hvað varðar vinnutímastyttingu, þannig að þetta virðist vera miklu víðtækari samningur en bara um launahækkanirnar,“ segir Birkir.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15
Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45