Hæðast að ummælum Trump um vindtúrbínur og krabbamein Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 15:45 Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Vísir/Getty Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019 Donald Trump Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019
Donald Trump Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira