Epitaph Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvottasnúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar. Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever. Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni. Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum. Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man? Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð: Words anonymous. Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvottasnúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar. Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever. Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni. Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum. Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man? Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð: Words anonymous. Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar