Nostalgía á Barnakvikmyndahátíð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. apríl 2019 10:00 Hin ástsæla kvikmynd Benjamín dúfa verður sýnd á hátíðinni. Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag, fimmtudaginn 4. apríl, í Bíó Paradís og stendur yfir til 14. apríl. Það er 1.000 króna barnaverð fyrir alla og gnægð af fríviðburðum. Nostalgía mun svífa yfir vötnum, en sýndar verða klassískar myndir á borð við Ghostbusters og The NeverEnding Story ásamt einni ástsælustu kvikmynd úr smiðju Jims Henson, The Dark Crystal. Opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðar er Benjamín dúfa, sem hefur ekki sést í bíó í áratugi, en hefur nú verið endurbætt í fullum stafrænum mynd-/hljóðgæðum fyrir frábæra upplifun. Einnig mun kvikmyndin eftir sígildri sögu Astrid Lindgren um Ronju ræningjadóttur eiga endurkomu á Barnakvikmyndahátíð með íslensku tali, sú mynd hefur heldur ekki sést í bíó síðan á níunda áratugnum og birtist nú áhorfendum í glænýrri stafrænni útgáfu.Hin bráðskemmtilega mynd um Matthildi eftir sögu Roalds Dahl er á meðal mynda á hátíðinni.Japanskar teiknimyndir eiga sinn sess á Barnakvikmyndahátíðinni, en í þetta sinn verður sýnd hin klassíska mynd leikstjórans Hayao Miyazaki, My Neighbor Totoro, ásamt hinni spánnýju Mirai sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta teiknimyndin. Fjölmargir fríviðburðir eru í boði á Barnakvikmyndahátíð, slímnámskeið verður á undan sýningu Ghostbusters (sun. 7/4), leiklistarnámskeið undir handleiðslu Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur (sun. 14/4), japanska sendiráðið á Íslandi stendur fyrir sýnikennslu á japanskri skrautskrift (sun. 7/4) og á Eurovision-viðburði (fös. 12/4) verður stiklað yfir brot úr öllum framlögunum árið 2019. Einnig verður frítt inn á allar bíósýningar á Litlu lirfunni ljótu og Önnu og skapsveiflunum sem sýndar verða saman, og Hagamúsinni eftir Þorfinn Guðnason. Borgarleikhúsið mun kíkja í heimsókn á lokadegi hátíðarinnar (sun. 14/4) þar sem Bergur Þór, leikstjóri söngleiksins Matthildur, mun koma ásamt tveimur ungum leikurum úr sýningunni, en þau munu segja aðeins frá eigin upplifun af því að taka þátt í atvinnuleiksýningu. Í beinu framhaldi verður hægt að sjá bíósýningu á kvikmyndinni Matilda sem byggð er á frábærri sögu rithöfundarins Roalds Dahl eins og söngleikur Borgarleikhússins. Dagskráin í heild sinni er á bioparadis.is. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag, fimmtudaginn 4. apríl, í Bíó Paradís og stendur yfir til 14. apríl. Það er 1.000 króna barnaverð fyrir alla og gnægð af fríviðburðum. Nostalgía mun svífa yfir vötnum, en sýndar verða klassískar myndir á borð við Ghostbusters og The NeverEnding Story ásamt einni ástsælustu kvikmynd úr smiðju Jims Henson, The Dark Crystal. Opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðar er Benjamín dúfa, sem hefur ekki sést í bíó í áratugi, en hefur nú verið endurbætt í fullum stafrænum mynd-/hljóðgæðum fyrir frábæra upplifun. Einnig mun kvikmyndin eftir sígildri sögu Astrid Lindgren um Ronju ræningjadóttur eiga endurkomu á Barnakvikmyndahátíð með íslensku tali, sú mynd hefur heldur ekki sést í bíó síðan á níunda áratugnum og birtist nú áhorfendum í glænýrri stafrænni útgáfu.Hin bráðskemmtilega mynd um Matthildi eftir sögu Roalds Dahl er á meðal mynda á hátíðinni.Japanskar teiknimyndir eiga sinn sess á Barnakvikmyndahátíðinni, en í þetta sinn verður sýnd hin klassíska mynd leikstjórans Hayao Miyazaki, My Neighbor Totoro, ásamt hinni spánnýju Mirai sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta teiknimyndin. Fjölmargir fríviðburðir eru í boði á Barnakvikmyndahátíð, slímnámskeið verður á undan sýningu Ghostbusters (sun. 7/4), leiklistarnámskeið undir handleiðslu Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur (sun. 14/4), japanska sendiráðið á Íslandi stendur fyrir sýnikennslu á japanskri skrautskrift (sun. 7/4) og á Eurovision-viðburði (fös. 12/4) verður stiklað yfir brot úr öllum framlögunum árið 2019. Einnig verður frítt inn á allar bíósýningar á Litlu lirfunni ljótu og Önnu og skapsveiflunum sem sýndar verða saman, og Hagamúsinni eftir Þorfinn Guðnason. Borgarleikhúsið mun kíkja í heimsókn á lokadegi hátíðarinnar (sun. 14/4) þar sem Bergur Þór, leikstjóri söngleiksins Matthildur, mun koma ásamt tveimur ungum leikurum úr sýningunni, en þau munu segja aðeins frá eigin upplifun af því að taka þátt í atvinnuleiksýningu. Í beinu framhaldi verður hægt að sjá bíósýningu á kvikmyndinni Matilda sem byggð er á frábærri sögu rithöfundarins Roalds Dahl eins og söngleikur Borgarleikhússins. Dagskráin í heild sinni er á bioparadis.is.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein