Vinnuvikan verði 36 stundir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 23:54 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnir þann hluta nýundirritaðra kjarasamningaSGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar. vísir/vilhelm Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þennan hluta samninganna en fara má ýmsar leiðir að því að stytta vinnuvikuna samkvæmt kynningunni í kvöld. Allar virðast þær miða að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir, það er að hún verði 36 stundir í stað 40 eins og nú er. Flosi kynnti þær útfærslur sem finna má í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins en fram kom í máli hans að í kjarasamningum verslunarmanna sé einnig fjallað um styttingu vinnuvikunnar. Í kynningunni kom fram að lífskjarasamningurinn, eins og hann er kallaður, gefi starfsfólki möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og atvinnurekendur velja svo það fyrirkomulag sem hentar best á þeirra vinnustað. Óbreytt fyrirkomulag er einn kostur en annar kostur er að starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Samkvæmt kynningunni mun þá hver vinnudagur styttast um 53 mínútur. Þriðji valmöguleikinn er að starfsmenn og atvinnurekendur semji um það að ljúka störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Hver föstudagur myndi þá styttast um 212 mínútur. Fjórði kosturinn er svo að starfsmenn taki frí annan hvern föstudag. Annar hver föstudagur væri þá viðbótarfrídagur. Þar sem vélar stjórna hraða starfseminnar gætu starfsfólk og atvinnurekendur svo komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Hvíldarhlé væru svo útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þennan hluta samninganna en fara má ýmsar leiðir að því að stytta vinnuvikuna samkvæmt kynningunni í kvöld. Allar virðast þær miða að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir, það er að hún verði 36 stundir í stað 40 eins og nú er. Flosi kynnti þær útfærslur sem finna má í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins en fram kom í máli hans að í kjarasamningum verslunarmanna sé einnig fjallað um styttingu vinnuvikunnar. Í kynningunni kom fram að lífskjarasamningurinn, eins og hann er kallaður, gefi starfsfólki möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og atvinnurekendur velja svo það fyrirkomulag sem hentar best á þeirra vinnustað. Óbreytt fyrirkomulag er einn kostur en annar kostur er að starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Samkvæmt kynningunni mun þá hver vinnudagur styttast um 53 mínútur. Þriðji valmöguleikinn er að starfsmenn og atvinnurekendur semji um það að ljúka störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Hver föstudagur myndi þá styttast um 212 mínútur. Fjórði kosturinn er svo að starfsmenn taki frí annan hvern föstudag. Annar hver föstudagur væri þá viðbótarfrídagur. Þar sem vélar stjórna hraða starfseminnar gætu starfsfólk og atvinnurekendur svo komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Hvíldarhlé væru svo útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18