Undirritun samninga dregst á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 3. apríl 2019 18:28 Stíft hefur verið fundað síðustu daga og vikur í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Undirritun kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hefur dregist fram eftir öllum degi. Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana. Forystufólk nítján félaga Starfsgreinasambandsins og níu félaga innan Landsambands verslunarmanna hefur setið sleitulaust í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna tvo sólarhringa. Ekki tókst að kynna innihald samninga og aðgerðir ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í gær eins og til stóð. Gefið var út að stefnt væri að undirritun samninga klukkan 15. Fjölmiðlar biður því fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara frá því skömmu fyrir 15 eða allt þar til Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tilkynnti að ólíklegt væri að skrifað yrði undir fyrir eða á meðan á kvöldfréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðvanna væru í loftinu, en engu að síður væri stefnt að því að skrifa undir samninga í kvöld. Ýmislegt hefur spurst út um innihald aðgerða stjórnvalda og samninganna. Engin verðtryggð lán verði veitt frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára. Lágmarkslengd verðtryggðra lána verði tíu ár. Húsnæðisliðurinn verði tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána. Ákvæði verða í kjarasamningum um uppsögn þeirra, lækki Seðlabankinn ekki vexti. Skattar verði lækkaðir um níu þúsund krónur á mánuði hjá lágtekjufólki. Lægstu laun hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á þremur árum en almenn hækkun verði 70 þúsund krónur á mánuði. Þá verði vinnuvikan stytt en það ráðist af útfærslu á hverjum vinnustað. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti forseti Alþýðusambandsins, hafði þetta að segja um væntanlega samninga í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrulega alltaf þannig, eins og er í kjarasamningsgerð með aðkomu stjórnvalda, að alltaf vill maður meira. En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira en við höfum séð áður. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin mun ekki kynna innihald sinna aðgerða fyrr en skrifað hefur verið undir samningana. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27 Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Undirritun kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hefur dregist fram eftir öllum degi. Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana. Forystufólk nítján félaga Starfsgreinasambandsins og níu félaga innan Landsambands verslunarmanna hefur setið sleitulaust í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna tvo sólarhringa. Ekki tókst að kynna innihald samninga og aðgerðir ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í gær eins og til stóð. Gefið var út að stefnt væri að undirritun samninga klukkan 15. Fjölmiðlar biður því fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara frá því skömmu fyrir 15 eða allt þar til Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tilkynnti að ólíklegt væri að skrifað yrði undir fyrir eða á meðan á kvöldfréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðvanna væru í loftinu, en engu að síður væri stefnt að því að skrifa undir samninga í kvöld. Ýmislegt hefur spurst út um innihald aðgerða stjórnvalda og samninganna. Engin verðtryggð lán verði veitt frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára. Lágmarkslengd verðtryggðra lána verði tíu ár. Húsnæðisliðurinn verði tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána. Ákvæði verða í kjarasamningum um uppsögn þeirra, lækki Seðlabankinn ekki vexti. Skattar verði lækkaðir um níu þúsund krónur á mánuði hjá lágtekjufólki. Lægstu laun hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á þremur árum en almenn hækkun verði 70 þúsund krónur á mánuði. Þá verði vinnuvikan stytt en það ráðist af útfærslu á hverjum vinnustað. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti forseti Alþýðusambandsins, hafði þetta að segja um væntanlega samninga í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrulega alltaf þannig, eins og er í kjarasamningsgerð með aðkomu stjórnvalda, að alltaf vill maður meira. En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira en við höfum séð áður. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin mun ekki kynna innihald sinna aðgerða fyrr en skrifað hefur verið undir samningana.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27 Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27
Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49