Vilja ekki fara sér óðslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“ Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01
Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28