Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 19:00 Ræða Stoltenberg mældist vel fyrir í þinginu. EPA/JIM LO SCALZO Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var í dag fyrsti framkvæmdastjóri þess og raunar fyrsti leiðtogi alþjóðlegrar stofnunar til að ávarpa sameiginlegan þingfund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Stoltenberg er í Washington ásamt utanríkisráðherrum allra 29 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til að fagna því að 70 ár eru frá stofnun bandalagsins. Ísland er meðal stofnþjóða og tók þátt í undirritun stofnsáttmála bandalagsins í Washington fyrir 70 árum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra mun taka þátt í hátíðarfundi Atlantshafsbandalagsins á morgun. Í morgun fundaði Stoltenberg með Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann hélt á Bandaríkjaþing. Til að ávarpa sameiginlegan þingfund þingdeildanna tveggja. „Á morgun eru sjötíu ár frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins var undirritaður í þessari merku borg,“ sagði Stoltenberg. „Þann dag sagði Truman Bandaríkjaforseti að hann vonaðist til að skapa skjöld gegn ágengni og óttanum gegn ágengni.“ Hann sagði Atlantshafið ekki greina bandalagsríkin í sundur heldur sameinaði þau. Í því samhengi virðist hann ekki hafa staðist mátið við að koma norrænum landkönnuðum að í ræðu sinni. „Fyrir Norðmann eins og mig er það Atlantshafið sem skilgreinir hver við erum. Það var jú norrænn maður, Leifur Eiríksson, sem var fyrstur Evrópumanna til að ná ströndum Ameríku. Fyrir næstum þúsund árum síðan. Reyndar myndu fleiri vita af því ef hann hefði ekki yfirgefið álfuna svo fljótt og ákveðið að segja engum frá því.“ Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var í dag fyrsti framkvæmdastjóri þess og raunar fyrsti leiðtogi alþjóðlegrar stofnunar til að ávarpa sameiginlegan þingfund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Stoltenberg er í Washington ásamt utanríkisráðherrum allra 29 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til að fagna því að 70 ár eru frá stofnun bandalagsins. Ísland er meðal stofnþjóða og tók þátt í undirritun stofnsáttmála bandalagsins í Washington fyrir 70 árum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra mun taka þátt í hátíðarfundi Atlantshafsbandalagsins á morgun. Í morgun fundaði Stoltenberg með Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann hélt á Bandaríkjaþing. Til að ávarpa sameiginlegan þingfund þingdeildanna tveggja. „Á morgun eru sjötíu ár frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins var undirritaður í þessari merku borg,“ sagði Stoltenberg. „Þann dag sagði Truman Bandaríkjaforseti að hann vonaðist til að skapa skjöld gegn ágengni og óttanum gegn ágengni.“ Hann sagði Atlantshafið ekki greina bandalagsríkin í sundur heldur sameinaði þau. Í því samhengi virðist hann ekki hafa staðist mátið við að koma norrænum landkönnuðum að í ræðu sinni. „Fyrir Norðmann eins og mig er það Atlantshafið sem skilgreinir hver við erum. Það var jú norrænn maður, Leifur Eiríksson, sem var fyrstur Evrópumanna til að ná ströndum Ameríku. Fyrir næstum þúsund árum síðan. Reyndar myndu fleiri vita af því ef hann hefði ekki yfirgefið álfuna svo fljótt og ákveðið að segja engum frá því.“
Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15