Skrifa undir samninginn síðdegis Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2019 12:56 Reikna má með því að þröngt verði á þingi í Borgartúninu um þrjúleytið þegar pennarnir verða mundaðir og blekinu komið á blaðið. Vísir/Vilhelm Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira