Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Sighvatur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 12:00 Bandarískur fjárfestingarsjóður verður annar stærsti hluthafi Icelandair eftir kaupin. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. Fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hefur samið um að kaupa 625 milljónir hluta í Icelandair og kaupverðið er 5,6 milljarðar króna. Upphæðin er svipuð því fjármagni sem talið var að þyrfti til að bjarga rekstri WOW air á dögunum. Icelandair hætti við kaup á WOW air í fyrra skiptið af tveimur þann 29. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group að auka hlutafé félagsins.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jákvæðar fréttir fyrir Icelandair Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, segir fréttirnar jákvæðar fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu. Lítið hafi verið um erlendar fjárfestingar í Icelandair. „Það hefur verið afskaplega lítið og í rauninni ekki og aldrei í þessum mæli. Ég man að þegar ég var þarna þá skoðuðum við stundum að fá inn erlenda aðila og það þurfti virkilega harður sölumaður að vera þar á ferð. Það virðast vera breyttar forsendur enda hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið mjög hratt. Þrátt fyrir tímabundin áföll þá hafa menn greinilega trú á henni til framtíðar og það er af hinu góða.“ Jón Karl telur að kaupin geti leitt til frekari áhuga erlendra fjárfesta á Icelandair. „Þannig að ég held að þetta hljóti að teljast mjög jákvætt. Að við séum að sjá sterkari stoðir undir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Vonandi ekki bara í flugi heldur á fleiri stöðum inní framtíðina.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. Fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hefur samið um að kaupa 625 milljónir hluta í Icelandair og kaupverðið er 5,6 milljarðar króna. Upphæðin er svipuð því fjármagni sem talið var að þyrfti til að bjarga rekstri WOW air á dögunum. Icelandair hætti við kaup á WOW air í fyrra skiptið af tveimur þann 29. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group að auka hlutafé félagsins.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jákvæðar fréttir fyrir Icelandair Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, segir fréttirnar jákvæðar fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu. Lítið hafi verið um erlendar fjárfestingar í Icelandair. „Það hefur verið afskaplega lítið og í rauninni ekki og aldrei í þessum mæli. Ég man að þegar ég var þarna þá skoðuðum við stundum að fá inn erlenda aðila og það þurfti virkilega harður sölumaður að vera þar á ferð. Það virðast vera breyttar forsendur enda hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið mjög hratt. Þrátt fyrir tímabundin áföll þá hafa menn greinilega trú á henni til framtíðar og það er af hinu góða.“ Jón Karl telur að kaupin geti leitt til frekari áhuga erlendra fjárfesta á Icelandair. „Þannig að ég held að þetta hljóti að teljast mjög jákvætt. Að við séum að sjá sterkari stoðir undir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Vonandi ekki bara í flugi heldur á fleiri stöðum inní framtíðina.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19