Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. apríl 2019 08:30 Kean fagnar marki sínu í gær. vísir/getty Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. Er hann fagnaði markinu þá lyfti hann upp höndunum eins og hann væri að spyrja af hverju fólkið væri að haga sér. Þá fékk hann yfir sig enn meiri skít. „Þetta er besta leiðin til þess að svara fyrir sig,“ skrifaði Kean á Instagram eftir leikinn. Eins einkennilegt og það er þá skammaði þjálfari Juventus, Massimiliano Allegri, strákinn fyrir svara svona og ögra níðingunum í stúkunni. „Hann hefði ekki átt að fagna svona. Hann er ungur og þarf að læra. Auðvitað eiga samt ákveðnir hlutir ekki að heyrast úr stúkunni,“ sagði Allegri sem fannst fagnið greinilega alvarlegra en níðið. Hann bætti þó um betur í viðtali síðar og sagði þessa áhorfendur vera hálfvita sem skemmdu fyrir öllum honum. Svo lét hann knattspyrnusambandið heyra það fyrir að hafa ekki kjark til þess að taka á svona málum í ítalska boltanum. „Við þurfum að nota myndavélarnar og refsa þessu fólki. Þá er ég ekki bara að tala um eins eða tveggja ára bann. Ég er að tala um lífstíðarbann,“ sagði Allegri. Liðsfélagi Kean, Blaise Matuidi, brjálaðist er kynþáttaníðið byrjaði enda lent í slíku áður á sama velli. Hann kvartaði í dómaranum og hótaði að labba af velli. Ítalski boltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Sjá meira
Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. Er hann fagnaði markinu þá lyfti hann upp höndunum eins og hann væri að spyrja af hverju fólkið væri að haga sér. Þá fékk hann yfir sig enn meiri skít. „Þetta er besta leiðin til þess að svara fyrir sig,“ skrifaði Kean á Instagram eftir leikinn. Eins einkennilegt og það er þá skammaði þjálfari Juventus, Massimiliano Allegri, strákinn fyrir svara svona og ögra níðingunum í stúkunni. „Hann hefði ekki átt að fagna svona. Hann er ungur og þarf að læra. Auðvitað eiga samt ákveðnir hlutir ekki að heyrast úr stúkunni,“ sagði Allegri sem fannst fagnið greinilega alvarlegra en níðið. Hann bætti þó um betur í viðtali síðar og sagði þessa áhorfendur vera hálfvita sem skemmdu fyrir öllum honum. Svo lét hann knattspyrnusambandið heyra það fyrir að hafa ekki kjark til þess að taka á svona málum í ítalska boltanum. „Við þurfum að nota myndavélarnar og refsa þessu fólki. Þá er ég ekki bara að tala um eins eða tveggja ára bann. Ég er að tala um lífstíðarbann,“ sagði Allegri. Liðsfélagi Kean, Blaise Matuidi, brjálaðist er kynþáttaníðið byrjaði enda lent í slíku áður á sama velli. Hann kvartaði í dómaranum og hótaði að labba af velli.
Ítalski boltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Sjá meira