Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2019 00:01 Fundað verður aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór, formaður VR, segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. Ríkissáttasemjari hefur frestað fundi stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins og hefur verið boðað til nýs fundar klukkan átta í fyrramálið. Formaður VR segir samningsgerðina á lokametrunum og stefnt að undirskrift samninga um klukkan þrjú á morgun eftir allt gengur eftir. Fundinum var frestað rétt fyrir miðnætti en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að ákveðið hefði verið að samningsaðilar fengju nætursvefn svo þeir gætu mætt ferskir að borðinu í fyrramálið og klárað samningagerðina. Fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins unnu langt fram á síðustu nótt og voru mættir eldsnemma í morgun.Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson í Karphúsinu rétt fyrir miðnætti og menn á leið heim eftir að fundi hafði verið frestað.Vísir/Sigurjón„Fólk er orðið dauðþreytt og uppgefið. Maður vill vera skýr í kollinum á lokametrunum við textagerð heldur en að gera það dauðþreyttur um miðja nótt,“ segir Ragnar. Hann segir stéttarfélögin komin mislangt við samningagerðina og huga þurfi að sérákvæðum en stefnt sé að því að öll félögin komi saman og undirriti samninga klukkan þrjú á morgun. Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma fyrr í kvöld að veita formanni félagsins, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, umboð til að ganga til samninga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, sagði í samtal við Vísi að hann hlakki til að kynna samninginn fyrir sínu fólki því þar sé verið að slá skjaldborg utan um þá sem hafa lægstu launin. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur frestað fundi stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins og hefur verið boðað til nýs fundar klukkan átta í fyrramálið. Formaður VR segir samningsgerðina á lokametrunum og stefnt að undirskrift samninga um klukkan þrjú á morgun eftir allt gengur eftir. Fundinum var frestað rétt fyrir miðnætti en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að ákveðið hefði verið að samningsaðilar fengju nætursvefn svo þeir gætu mætt ferskir að borðinu í fyrramálið og klárað samningagerðina. Fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins unnu langt fram á síðustu nótt og voru mættir eldsnemma í morgun.Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson í Karphúsinu rétt fyrir miðnætti og menn á leið heim eftir að fundi hafði verið frestað.Vísir/Sigurjón„Fólk er orðið dauðþreytt og uppgefið. Maður vill vera skýr í kollinum á lokametrunum við textagerð heldur en að gera það dauðþreyttur um miðja nótt,“ segir Ragnar. Hann segir stéttarfélögin komin mislangt við samningagerðina og huga þurfi að sérákvæðum en stefnt sé að því að öll félögin komi saman og undirriti samninga klukkan þrjú á morgun. Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma fyrr í kvöld að veita formanni félagsins, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, umboð til að ganga til samninga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, sagði í samtal við Vísi að hann hlakki til að kynna samninginn fyrir sínu fólki því þar sé verið að slá skjaldborg utan um þá sem hafa lægstu launin.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34