Lífið

Búið að greina frá því hvenær Hatari fer á sviðið í Tel Aviv

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum.
Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum. visir/vilhelm
Nú er búið að greina frá því númer hvað Hatari fer á svið á fyrra undankvöldinu í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv.

Hatarar stíga 13. á sviðið, strax á eftir Áströlum og á undan Eistum.

Kýpverjar byrja kvöldið og San Marínó er síðasta þjóðin til að flytja framlag sitt þann 14. maí. Seinna undankvöldið verður síðan 16. maí og úrslitakvöldið 18. maí.

Sem stendur er Hatari spáð sjötta sæti í keppninni af helstu veðmálasíðum en okkur er aftur á móti spáð þriðja sætinu á fyrra undankvöldinu.

Hatari flytur lagið Hatrið mun sigra fyrir Íslands hönd í Eurovision en ljóst er að Íslendingarnir fara á sviðið rétt eftir fyrsta auglýsingahlé. 

Niðurröðunin á báðum undankvöldunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×