Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 13:06 Trump var óvinsæll fyrir lok Rússarannsóknarinnar og er það ennþá eftir hana ef marka má kannanir. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15