Kolbeinn: Stefni aftur í landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2019 13:30 Kolbeinn kátur með nýju treyjuna. mynd/aik „Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
„Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45