Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 1. apríl 2019 23:30 Slagur. Það verður ekkert gefið eftir í Ljónagryfjunni. vísir/bára ÍR sló í kvöld Njarðvík út úr úrslitakeppninni í Dominos deild karla. ÍRingar unnu 86-74 í kvöld, en ÍR komust yfir í fyrri hálfleik og hleyptu Njarðvík aldrei aftur almennilega inn í leikinn. ÍR lenti 2-0 undir í einvíginu en unnu síðan þrjá leiki í röð sem er ekkert minna ótrúlegt hjá þessu frábæra liði. Sigurkarl Róbert Jóhannesson setti tóninn fyrir kvöldið með tveimur þristum á fyrstu mínútum leiksins. Seinni þristurinn kom ÍR yfir með 4 stigum og gaf ÍR svakalega orku. Njarðvík náðu að setja niður erfið skot en það sást vel að þeir þyrftu að geta sett niður erfið skot allan leikinn til að geta unnið leik kvöldsins. Fyrsti leikhluti var annars jafn en ÍR unnu hann með þremur stigum 18-15. Annar leikhluti var jafn framan af en ÍR enduðu hann frábærlega. Njarðvík náðu að komast aðeins yfir í miðjum leikhlutanum og seinasta forysta þeirra í leiknum var 27-25 eftir korter. ÍR endaði fyrri hálfleik með 18-5 áhlaupi og voru yfir 43-32 í hálfleik. Ótrúlega þriggja stiga karfa Sigurðs Gunnars Þorsteinssonar setti punktinn yfir i-ið á frábærum fyrri hálfleik hjá ÍR. ÍR voru með innkast á eigin vallar helmingi með rúma sekúndu eftir en einhvern veginn náði Siguður að sækja stigin þrjú. Njarðvíkingar komu bálvitlausir inn í þriðja leikhluta og skoruðu fyrstu sjö stigin. Síðan tók Borche Ilievski leikhlé og náði að róa sína menn. Kevin Capers skoraði næstu fimm stig leiksins og kom forystu ÍR aftur upp í 9 stig. Liðin skiptust á körfum út þriðja leikhlutann en ÍR héldu alltaf heimamönnum frá sér og forystan var eiginlega aldrei í hættu. Staðan eftir þriðja leikhluta var 63-55 fyrir ÍR en fólk bjóst eflaust við hörku fjórða leikhluta. Njarðvík náðu aldrei að koma af stað áhlaupi í fjórða leikhluta. Þeir náðu aldrei að strengja saman skoraðar körfur og stopp varnarlega en þeir voru ekki að framkvæma sóknarleikinn nægilega vel. Matthías Orri Sigurðsson kom forystu ÍR upp í 14 stig, 75-61 með þrist þegar tæplega fimm mínútur voru eftir. Þessi þristur var ákveðið rothögg þrátt fyrir að Njarðvík hafi haldið áfram að berjast þá sást að trúin á verkefnið fór smá eftir þennan þrist. ÍR héldu ró gríðarlega vel undir lok leiksins en þeir tóku langar sóknir í fjórða leikhluta þegar óagaðari lið hefðu kannski hlaðið í óþörf skot eða fljótfærnis mistök. Af hverju vann ÍR? ÍR voru bara miklu betri í kvöld. Baráttan var meiri og framkvæmd þeirra á leiknum var miklu betri. Þeir unnu baráttuna undir körfuna og unnu þannig leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti teiginn í kvöld. Að hann hafi verið lengi með að finna sér lið seinasta sumar er bara ótrúlegt. Hann er búinn að vera frábær allt tímabilið og sýndi í kvöld sitt rétta andlit. Varnarlega var hann geggjaður og trekk í trekk náði hann að búa sér til pláss undir körfunni og skapa þannig sóknarlega. Kevin Capers var frábær sóknarlega fyrir ÍR en hann setti niður stór skot þegar þeir þurftu á körfu að halda. Matthías Orri stýrði sóknarleik ÍR eins og herforingi í kvöld, þrátt fyrir að skotnýtingin hans hafi ekki verið frábær var hann frábær í kvöld. Sigurkarl Róbert Jóhannesson byrjaði leikinn frábærlega fyrir ÍR og spilaði heilt yfir mjög vel í kvöld. Gerði vel sóknarlega og barðist gríðarlega í vörninni. Sigurður Gunnar var ekki einn í baráttunni undir körfunni í kvöld. Gerald Robinson og Trausi Eiríksson voru frábærir með honum í þeirri baráttu. Varnarleikur ÍR í teignum í kvöld var bara alveg með ólíkindum. ÍR náðu aftur og aftur að trufla skot hjá Njarðvík þegar Njarðvík héldu að þeir væru komnir í gott færi. Í liði Njarðvíkur var Jeb Ivey örugglega bestur en hann var samt ekkert frábær. Dripplaði oft loftið úr boltanum en náði hinsvegar að skapa ágætlega fyrir sig og liðsfélaga sína þegar hann réðst á körfuna. Hvað gekk illa? Skotvalið hjá Njarðvík í kvöld var galið. Það þarf einhver að segja leikmönnum Njarðvíkur að það eru ekki bónus stig fyrir að skjóta yfir varnarmann og að skotið sé ekki í jafnvægi. Þeir voru aftur og aftur að taka skot þar sem þeir voru ekki í jafnvægi eða með mann í smettinu á sér og það er mjög erfitt að vinna körfuboltaleiki þannig. Tölfræði sem vekur athygli: 14 - Stig hjá ÍR í kvöld eftir að þeir náðu sóknarfrákasti. Þeir voru duglegir að sækja sér sóknarfráköst og en duglegri að nýta sóknirnar eftir það. 60% - 2ja stiga nýtingin hjá ÍR í kvöld. ÍR létu boltann ganga vel í kvöld og komust í mikið af góðum færum. Þeir voru líka mjög duglegir að skora beint eftir að þeir náðu sóknarfrákasti og það bætir þessa tölu líka. Hvað gerist næst? Njarðvík fer í sumarfrí en það verða eflaust einhverjar breytingar á liðinu eftir þessa frammistöðu. Njarðvík eru búnir að tapa í öllum stóru leikjunum sem þeir spiluðu í ár og stjórnin getur ekki verið ánægð. Erlendu leikmennirnir verða eflaust ekki áfram og svo er forvitnilegt hvað meira breytist hjá þeim í sumar. ÍR fara í undanúrslit gegn Stjörnunni. Það er búinn að myndast ákveðinn rígur milli liðanna en þau eru búin að mætast í úrslitakeppninni tvö ár í röð ásamt því að mætast í skrautlegum undanúrslitaleik í bikarnum núna í Febrúar. Þessi sería ætti að vera hágæða spenna fyrir allan peninginn. Njarðvík-ÍR 74-86 (15-18, 17-25, 23-20, 19-23) Njarðvík: Jeb Ivey 22/8 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 16/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 10, Maciek Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 7, Mario Matasovic 7/11 fráköst, Eric Katenda 3/5 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Kristinn Pálsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0. ÍR: Kevin Capers 22/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/8 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 15, Gerald Robinson 8/9 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5/4 fráköst, Trausti Eiríksson 2/4 fráköst, Skúli Kristjánsson 0, Ísak Máni Wíum 0, Ólafur Björn Gunnlaugsson 0, Hjalti Friðriksson 0, Hákon Örn Hjálmarsson 0. Einar: Ólýsanleg vonbrigði„Bara ólýsanleg vonbrigði. Það er margt sem fór úrskeiðis hjá okkur í þessari seríu. ÍR á mikið hrós skilið, þeir gerðu frábærlega. Allir í kringum liðið hjá þeim gerðu frábærlega, ” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir svekkjandi tapið gegn ÍR í úrslitakeppninni í Dominos deild karla. Njarðvíkingar voru mjög slakir sóknarlega í leiknum. ÍR náðu aftur og aftur að ýta þeim úr sínum aðgerðum og stundum leit út eins og Njarðvík væru bara að gera eitthvað. Nýtingin var auðvitað ekki góð þegar skotin voru oftar en ekki úr erfiðum færum. „Sóknarlega erum við bara ekki nægilega góðir. Hittum undir 30% í tveggja og þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Setjum okkur í erfiða stöðu þrátt fyrir að byrja leikinn vel. Missum þróttinn og þetta eru bara ólýsanleg vonbrigði.” „Þeir gerðu mjög vel varnarlega það verður ekki tekið af þeim. Á einhverjum tímapunktum vorum við að fá erfið skot en þegar við fengum góðu skotin þá voru þau ekki heldur að detta.” Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn„Þetta er bara stórkostleg tilfinning. Frábær liðssigur í kvöld. Þetta var bara geggjað sko,” sagði Sigurkarl Róbert Jóhannesson leikmaður ÍR eftir leik kvöldsins. Kevin Capers var rekinn útaf í fyrsta leik einvígisins og var síðan settur í bann í leik númer 2. ÍR töpuðu báðum leikjunum án hans en náðu síðan þessu magnaða afreki að vinna þrjá leiki í röð eftir að Kevin kom tilbaka. „Við vissum að þetta yrði erfitt þegar Kevin fór í bann. Við ætluðum auðvitað að vinna leikina án hans en það gekk því miður ekki. Þá lá ennþá stærra verkefni fyrir hendi. Kevin er það frábær að þegar hann kemur tilbaka þá vitum við að við getum unnið hvern sem er.” Sigurkarl byrjaði leikinn frábærlega og setti niður tvo þrista á upphafsmínútum leiksins. Frábær byrjun hjá ÍR sem gaf þeim klárlega trú á að sigur var möguleiki. „Það er frábært að byrja svona vel. Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn og ég var bara að setja hann í dag. Það peppar mann auðvitað upp.” Njarðvík var spáð sigri í einvíginu og pressan var klárlega á þeim fyrir einvígið og líka á meðan því stóð. Sigurkarl var ekki tilbúinn að segja að Njarðvík hafi bognað undan pressunni en hann aðallega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði. „Kannski bognuðu þeir undan pressunni en ég vill ekki vera að tala illa um þá. Þeir voru frábærir en við spiluðum náttúrulega frábæra vörn. Þeir voru í öðru sæti og eru kannski stressaðari útaf því. Við erum búnir að jafna 2-2 eftir að þeir komust 2-0 yfir.” ÍR munu mæta Stjörnunni í undanúrslitum en þessi lið eru búin að mætast í úrslitakeppninni tvö ár í röð. Það er alltaf mikill hiti í leikjum þessara liða og það má búast við frábæru einvígi. „Við erum búnir að keppa á móti Stjörnunni núna tvisvar í röð. Það er alltaf gaman, við unnum þá í fyrra. Það var skemmtilegra en árið áður og við stefnum á að gera það aftur.” Dominos-deild karla
ÍR sló í kvöld Njarðvík út úr úrslitakeppninni í Dominos deild karla. ÍRingar unnu 86-74 í kvöld, en ÍR komust yfir í fyrri hálfleik og hleyptu Njarðvík aldrei aftur almennilega inn í leikinn. ÍR lenti 2-0 undir í einvíginu en unnu síðan þrjá leiki í röð sem er ekkert minna ótrúlegt hjá þessu frábæra liði. Sigurkarl Róbert Jóhannesson setti tóninn fyrir kvöldið með tveimur þristum á fyrstu mínútum leiksins. Seinni þristurinn kom ÍR yfir með 4 stigum og gaf ÍR svakalega orku. Njarðvík náðu að setja niður erfið skot en það sást vel að þeir þyrftu að geta sett niður erfið skot allan leikinn til að geta unnið leik kvöldsins. Fyrsti leikhluti var annars jafn en ÍR unnu hann með þremur stigum 18-15. Annar leikhluti var jafn framan af en ÍR enduðu hann frábærlega. Njarðvík náðu að komast aðeins yfir í miðjum leikhlutanum og seinasta forysta þeirra í leiknum var 27-25 eftir korter. ÍR endaði fyrri hálfleik með 18-5 áhlaupi og voru yfir 43-32 í hálfleik. Ótrúlega þriggja stiga karfa Sigurðs Gunnars Þorsteinssonar setti punktinn yfir i-ið á frábærum fyrri hálfleik hjá ÍR. ÍR voru með innkast á eigin vallar helmingi með rúma sekúndu eftir en einhvern veginn náði Siguður að sækja stigin þrjú. Njarðvíkingar komu bálvitlausir inn í þriðja leikhluta og skoruðu fyrstu sjö stigin. Síðan tók Borche Ilievski leikhlé og náði að róa sína menn. Kevin Capers skoraði næstu fimm stig leiksins og kom forystu ÍR aftur upp í 9 stig. Liðin skiptust á körfum út þriðja leikhlutann en ÍR héldu alltaf heimamönnum frá sér og forystan var eiginlega aldrei í hættu. Staðan eftir þriðja leikhluta var 63-55 fyrir ÍR en fólk bjóst eflaust við hörku fjórða leikhluta. Njarðvík náðu aldrei að koma af stað áhlaupi í fjórða leikhluta. Þeir náðu aldrei að strengja saman skoraðar körfur og stopp varnarlega en þeir voru ekki að framkvæma sóknarleikinn nægilega vel. Matthías Orri Sigurðsson kom forystu ÍR upp í 14 stig, 75-61 með þrist þegar tæplega fimm mínútur voru eftir. Þessi þristur var ákveðið rothögg þrátt fyrir að Njarðvík hafi haldið áfram að berjast þá sást að trúin á verkefnið fór smá eftir þennan þrist. ÍR héldu ró gríðarlega vel undir lok leiksins en þeir tóku langar sóknir í fjórða leikhluta þegar óagaðari lið hefðu kannski hlaðið í óþörf skot eða fljótfærnis mistök. Af hverju vann ÍR? ÍR voru bara miklu betri í kvöld. Baráttan var meiri og framkvæmd þeirra á leiknum var miklu betri. Þeir unnu baráttuna undir körfuna og unnu þannig leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti teiginn í kvöld. Að hann hafi verið lengi með að finna sér lið seinasta sumar er bara ótrúlegt. Hann er búinn að vera frábær allt tímabilið og sýndi í kvöld sitt rétta andlit. Varnarlega var hann geggjaður og trekk í trekk náði hann að búa sér til pláss undir körfunni og skapa þannig sóknarlega. Kevin Capers var frábær sóknarlega fyrir ÍR en hann setti niður stór skot þegar þeir þurftu á körfu að halda. Matthías Orri stýrði sóknarleik ÍR eins og herforingi í kvöld, þrátt fyrir að skotnýtingin hans hafi ekki verið frábær var hann frábær í kvöld. Sigurkarl Róbert Jóhannesson byrjaði leikinn frábærlega fyrir ÍR og spilaði heilt yfir mjög vel í kvöld. Gerði vel sóknarlega og barðist gríðarlega í vörninni. Sigurður Gunnar var ekki einn í baráttunni undir körfunni í kvöld. Gerald Robinson og Trausi Eiríksson voru frábærir með honum í þeirri baráttu. Varnarleikur ÍR í teignum í kvöld var bara alveg með ólíkindum. ÍR náðu aftur og aftur að trufla skot hjá Njarðvík þegar Njarðvík héldu að þeir væru komnir í gott færi. Í liði Njarðvíkur var Jeb Ivey örugglega bestur en hann var samt ekkert frábær. Dripplaði oft loftið úr boltanum en náði hinsvegar að skapa ágætlega fyrir sig og liðsfélaga sína þegar hann réðst á körfuna. Hvað gekk illa? Skotvalið hjá Njarðvík í kvöld var galið. Það þarf einhver að segja leikmönnum Njarðvíkur að það eru ekki bónus stig fyrir að skjóta yfir varnarmann og að skotið sé ekki í jafnvægi. Þeir voru aftur og aftur að taka skot þar sem þeir voru ekki í jafnvægi eða með mann í smettinu á sér og það er mjög erfitt að vinna körfuboltaleiki þannig. Tölfræði sem vekur athygli: 14 - Stig hjá ÍR í kvöld eftir að þeir náðu sóknarfrákasti. Þeir voru duglegir að sækja sér sóknarfráköst og en duglegri að nýta sóknirnar eftir það. 60% - 2ja stiga nýtingin hjá ÍR í kvöld. ÍR létu boltann ganga vel í kvöld og komust í mikið af góðum færum. Þeir voru líka mjög duglegir að skora beint eftir að þeir náðu sóknarfrákasti og það bætir þessa tölu líka. Hvað gerist næst? Njarðvík fer í sumarfrí en það verða eflaust einhverjar breytingar á liðinu eftir þessa frammistöðu. Njarðvík eru búnir að tapa í öllum stóru leikjunum sem þeir spiluðu í ár og stjórnin getur ekki verið ánægð. Erlendu leikmennirnir verða eflaust ekki áfram og svo er forvitnilegt hvað meira breytist hjá þeim í sumar. ÍR fara í undanúrslit gegn Stjörnunni. Það er búinn að myndast ákveðinn rígur milli liðanna en þau eru búin að mætast í úrslitakeppninni tvö ár í röð ásamt því að mætast í skrautlegum undanúrslitaleik í bikarnum núna í Febrúar. Þessi sería ætti að vera hágæða spenna fyrir allan peninginn. Njarðvík-ÍR 74-86 (15-18, 17-25, 23-20, 19-23) Njarðvík: Jeb Ivey 22/8 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 16/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 10, Maciek Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 7, Mario Matasovic 7/11 fráköst, Eric Katenda 3/5 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Kristinn Pálsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0. ÍR: Kevin Capers 22/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/8 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 15, Gerald Robinson 8/9 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5/4 fráköst, Trausti Eiríksson 2/4 fráköst, Skúli Kristjánsson 0, Ísak Máni Wíum 0, Ólafur Björn Gunnlaugsson 0, Hjalti Friðriksson 0, Hákon Örn Hjálmarsson 0. Einar: Ólýsanleg vonbrigði„Bara ólýsanleg vonbrigði. Það er margt sem fór úrskeiðis hjá okkur í þessari seríu. ÍR á mikið hrós skilið, þeir gerðu frábærlega. Allir í kringum liðið hjá þeim gerðu frábærlega, ” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir svekkjandi tapið gegn ÍR í úrslitakeppninni í Dominos deild karla. Njarðvíkingar voru mjög slakir sóknarlega í leiknum. ÍR náðu aftur og aftur að ýta þeim úr sínum aðgerðum og stundum leit út eins og Njarðvík væru bara að gera eitthvað. Nýtingin var auðvitað ekki góð þegar skotin voru oftar en ekki úr erfiðum færum. „Sóknarlega erum við bara ekki nægilega góðir. Hittum undir 30% í tveggja og þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Setjum okkur í erfiða stöðu þrátt fyrir að byrja leikinn vel. Missum þróttinn og þetta eru bara ólýsanleg vonbrigði.” „Þeir gerðu mjög vel varnarlega það verður ekki tekið af þeim. Á einhverjum tímapunktum vorum við að fá erfið skot en þegar við fengum góðu skotin þá voru þau ekki heldur að detta.” Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn„Þetta er bara stórkostleg tilfinning. Frábær liðssigur í kvöld. Þetta var bara geggjað sko,” sagði Sigurkarl Róbert Jóhannesson leikmaður ÍR eftir leik kvöldsins. Kevin Capers var rekinn útaf í fyrsta leik einvígisins og var síðan settur í bann í leik númer 2. ÍR töpuðu báðum leikjunum án hans en náðu síðan þessu magnaða afreki að vinna þrjá leiki í röð eftir að Kevin kom tilbaka. „Við vissum að þetta yrði erfitt þegar Kevin fór í bann. Við ætluðum auðvitað að vinna leikina án hans en það gekk því miður ekki. Þá lá ennþá stærra verkefni fyrir hendi. Kevin er það frábær að þegar hann kemur tilbaka þá vitum við að við getum unnið hvern sem er.” Sigurkarl byrjaði leikinn frábærlega og setti niður tvo þrista á upphafsmínútum leiksins. Frábær byrjun hjá ÍR sem gaf þeim klárlega trú á að sigur var möguleiki. „Það er frábært að byrja svona vel. Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn og ég var bara að setja hann í dag. Það peppar mann auðvitað upp.” Njarðvík var spáð sigri í einvíginu og pressan var klárlega á þeim fyrir einvígið og líka á meðan því stóð. Sigurkarl var ekki tilbúinn að segja að Njarðvík hafi bognað undan pressunni en hann aðallega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði. „Kannski bognuðu þeir undan pressunni en ég vill ekki vera að tala illa um þá. Þeir voru frábærir en við spiluðum náttúrulega frábæra vörn. Þeir voru í öðru sæti og eru kannski stressaðari útaf því. Við erum búnir að jafna 2-2 eftir að þeir komust 2-0 yfir.” ÍR munu mæta Stjörnunni í undanúrslitum en þessi lið eru búin að mætast í úrslitakeppninni tvö ár í röð. Það er alltaf mikill hiti í leikjum þessara liða og það má búast við frábæru einvígi. „Við erum búnir að keppa á móti Stjörnunni núna tvisvar í röð. Það er alltaf gaman, við unnum þá í fyrra. Það var skemmtilegra en árið áður og við stefnum á að gera það aftur.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum