Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 93-94 | Ævintýraleg endurkoma Þórsara á Króknum Axel Örn Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 21:15 Halldór Garðar skoraði sigurkörfuna. vísir/bára Hér í kvöld mættust lið Þórs og Tindastóls í 8-liða úrslitum í Dominos deild karla. Þetta var oddaleikur þessara liða sem voru að berjast um að komast í undanúrslit í Dominos-deildinni. Tindastóll komst í 2-0 en Þórsarar náðu að jafna það og því var um hreinan úrslitaleik að ræða á Sauðarkróki. Fyrsti leikhluti fór skemmtilega af stað en liðin komu með mikla baráttu og góðan hraða inn í þennan leik. Stólarnir voru örlítið grimmari til að byrja með og tóku Tindastóll 6 sóknarfráköst í fyrsta leikhluta á móti 1 hjá Þór. Liðin skiptust á að skora en voru Stólarnir alltaf einu skrefi á undan. Annar leikhluti var gríðarlega sterkur af hálfu Tindastóls en þeir keyrðu algjörlega yfir Þórsarana. Tindastóll spilaði harða og góða vörn og voru að þröngva Þórsara í erfið skot. Frákastabaráttan í hálfleik var 24-13 Tindastól í vil og virtust Þorlákshafnarmenn algjörlega bensínlausir. Staðan í hálfleik 52-35 Tindastól í vil. Pétur Rúnar fékk brottrekstrarvillu í öðrum leikhluta sem átti eftir að reynast heimamönnum dýrt. Það var mikið skorað í þriðja leikhluta og var það þannig að ef Þórsarar gerðu eitthvað þá svöruðu Stólarnir því og gott betur. Þórsarar unnu þriðja leikhluta með einu stigi. Þórsarar breyttu yfir í svæðisvörn í þriðja leikhlutanum sem gekk ágætlega á köflum. Þórsararnir voru þó ekki tilbúnir að gefast upp á Sauðarkróki og lögðu allt sem þeir áttu í fjórða leikhlutann. Þeir sigruðu fjórða leikhluta með 17 stigum sem þýddi að Þórsarar sigruðu leikinn með 1 stigi. Baráttan var til fyrirmyndar og gekk allt upp hjá Þór í síðasta leikhluta. Tindastóll fór algjörlega á taugum og var niðurstaðan Þórssigur.Af hverju vann Þór? Fjórði leikhlutinn. Það er ekkert annað. Baráttan og sigurviljinn var svo ótrúlega mikill að það er ekki eðlilegt.Hverjir stóðu uppúr? Nikolas Tomsick var frábær í kvöld og setti að vana niður risa skot þegar þess þurfti. Fór hægt um hann til að byrja með en hann var eldsnöggur upp og átti flottan leik.Hvað gekk illa? Fjórði leikhluti Tindastóls. Fóru á taugum. Klikkaði allt sem gat klikkað. Svekkjandi fyrir Tindastól eftir að hafa spilað vel fyrstu 3 leikhlutana.Hvað gerist næst? Þórsarar halda áfram í undanúrslit í úrslitakeppnina en Stólarnir eru komnir í sumarfrí. Stórkostleg barátta frá Þorlakshafnar Þórsurum í þessu einvígi.Tindastóll-Þór Þ. 93-94 (23-18, 29-17, 25-26, 16-33)Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 27, Danero Thomas 16/9 fráköst, Dino Butorac 15/7 fráköst/11 stoðsendingar, Philip B. Alawoya 10/9 fráköst, Viðar Ágústsson 10, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 5, Pétur Rúnar Birgisson 2, Friðrik Þór Stefánsson 1, Finnbogi Bjarnason 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Hannes Ingi Másson 0. Þór Þ.: Nikolas Tomsick 25/7 fráköst/8 stoðsendingar, Kinu Rochford 23/7 fráköst, Jaka Brodnik 15, Emil Karel Einarsson 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 8, Davíð Arnar Ágústsson 2/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0, Magnús Breki Þórðason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0.Baldur Þór: Sýndum þvílíkan karakter „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Ég held að það sé best að lýsa því þannig“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn dramatíska á Tindastóli í kvöld. Þórsarar voru langt undir allan leikinn og virtust vera bensínlausir en einhvern vegin ná þeir að klóra í sigur hérna í kvöld. Hvað skilaði þessum sigri fyrir Þórsara? „Bara þvílíkur karakter, gáfumst aldrei upp. Mættum orkunni sem þeir voru með, bara ótrúlegt,“ sagði Baldur. Nicolas Tomsick og Kinu Rochford voru báðir haltrandi eftir leik og virtust vera eitthvað lemstraðir eftir þessa stórkostlegu viðureign. „Já, þeir virðast báðir vera eitthvað að þeim, eitthvað í ristinni hjá Nick og Kinu með sömu meiðsli og hann hefur haft núna lengi,“ sagði Baldur. Aðspurður að því hvort hann vildi fá KR eða Stjörnuna í undanúrslitum sagði þjálfarinn: „Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast hérna, þannig við kíkjum bara á það þegar að því kemur.“Israel: Maður lifir og lærir „Ég vil óska Þórsurum til hamingju og þeir spiluðu mjög vel í þessum leikjum. Við erum augljóslega vonsviknir en svona er lífið og maður þarf að lifa og læra,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, eftir tap fyrir Þór í kvöld. Pétur Rúnar Birgisson var rekinn út úr húsi í öðrum leikhluta hér í kvöld sem var afar dýrt fyrir Tindastól. Israel var gríðarlega svekktur eftir tapið og mjög fámáll. „Svona hlutir geta gerst, liðið sýndi að við getum spilað án hans og við áttum séns á að vinna, en litlir hlutir valda því að við töpum hér í kvöld“ Aðspurður hvað hann ætlar að gera á næsta ári svaraði hann: „Það er of snemmt að ræða það, ég er með samning út næsta ár og það vita allir að mitt lið er Tindastóll.“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Þórs og Tindastóls í 8-liða úrslitum í Dominos deild karla. Þetta var oddaleikur þessara liða sem voru að berjast um að komast í undanúrslit í Dominos-deildinni. Tindastóll komst í 2-0 en Þórsarar náðu að jafna það og því var um hreinan úrslitaleik að ræða á Sauðarkróki. Fyrsti leikhluti fór skemmtilega af stað en liðin komu með mikla baráttu og góðan hraða inn í þennan leik. Stólarnir voru örlítið grimmari til að byrja með og tóku Tindastóll 6 sóknarfráköst í fyrsta leikhluta á móti 1 hjá Þór. Liðin skiptust á að skora en voru Stólarnir alltaf einu skrefi á undan. Annar leikhluti var gríðarlega sterkur af hálfu Tindastóls en þeir keyrðu algjörlega yfir Þórsarana. Tindastóll spilaði harða og góða vörn og voru að þröngva Þórsara í erfið skot. Frákastabaráttan í hálfleik var 24-13 Tindastól í vil og virtust Þorlákshafnarmenn algjörlega bensínlausir. Staðan í hálfleik 52-35 Tindastól í vil. Pétur Rúnar fékk brottrekstrarvillu í öðrum leikhluta sem átti eftir að reynast heimamönnum dýrt. Það var mikið skorað í þriðja leikhluta og var það þannig að ef Þórsarar gerðu eitthvað þá svöruðu Stólarnir því og gott betur. Þórsarar unnu þriðja leikhluta með einu stigi. Þórsarar breyttu yfir í svæðisvörn í þriðja leikhlutanum sem gekk ágætlega á köflum. Þórsararnir voru þó ekki tilbúnir að gefast upp á Sauðarkróki og lögðu allt sem þeir áttu í fjórða leikhlutann. Þeir sigruðu fjórða leikhluta með 17 stigum sem þýddi að Þórsarar sigruðu leikinn með 1 stigi. Baráttan var til fyrirmyndar og gekk allt upp hjá Þór í síðasta leikhluta. Tindastóll fór algjörlega á taugum og var niðurstaðan Þórssigur.Af hverju vann Þór? Fjórði leikhlutinn. Það er ekkert annað. Baráttan og sigurviljinn var svo ótrúlega mikill að það er ekki eðlilegt.Hverjir stóðu uppúr? Nikolas Tomsick var frábær í kvöld og setti að vana niður risa skot þegar þess þurfti. Fór hægt um hann til að byrja með en hann var eldsnöggur upp og átti flottan leik.Hvað gekk illa? Fjórði leikhluti Tindastóls. Fóru á taugum. Klikkaði allt sem gat klikkað. Svekkjandi fyrir Tindastól eftir að hafa spilað vel fyrstu 3 leikhlutana.Hvað gerist næst? Þórsarar halda áfram í undanúrslit í úrslitakeppnina en Stólarnir eru komnir í sumarfrí. Stórkostleg barátta frá Þorlakshafnar Þórsurum í þessu einvígi.Tindastóll-Þór Þ. 93-94 (23-18, 29-17, 25-26, 16-33)Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 27, Danero Thomas 16/9 fráköst, Dino Butorac 15/7 fráköst/11 stoðsendingar, Philip B. Alawoya 10/9 fráköst, Viðar Ágústsson 10, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 5, Pétur Rúnar Birgisson 2, Friðrik Þór Stefánsson 1, Finnbogi Bjarnason 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Hannes Ingi Másson 0. Þór Þ.: Nikolas Tomsick 25/7 fráköst/8 stoðsendingar, Kinu Rochford 23/7 fráköst, Jaka Brodnik 15, Emil Karel Einarsson 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 8, Davíð Arnar Ágústsson 2/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0, Magnús Breki Þórðason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0.Baldur Þór: Sýndum þvílíkan karakter „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Ég held að það sé best að lýsa því þannig“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn dramatíska á Tindastóli í kvöld. Þórsarar voru langt undir allan leikinn og virtust vera bensínlausir en einhvern vegin ná þeir að klóra í sigur hérna í kvöld. Hvað skilaði þessum sigri fyrir Þórsara? „Bara þvílíkur karakter, gáfumst aldrei upp. Mættum orkunni sem þeir voru með, bara ótrúlegt,“ sagði Baldur. Nicolas Tomsick og Kinu Rochford voru báðir haltrandi eftir leik og virtust vera eitthvað lemstraðir eftir þessa stórkostlegu viðureign. „Já, þeir virðast báðir vera eitthvað að þeim, eitthvað í ristinni hjá Nick og Kinu með sömu meiðsli og hann hefur haft núna lengi,“ sagði Baldur. Aðspurður að því hvort hann vildi fá KR eða Stjörnuna í undanúrslitum sagði þjálfarinn: „Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast hérna, þannig við kíkjum bara á það þegar að því kemur.“Israel: Maður lifir og lærir „Ég vil óska Þórsurum til hamingju og þeir spiluðu mjög vel í þessum leikjum. Við erum augljóslega vonsviknir en svona er lífið og maður þarf að lifa og læra,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, eftir tap fyrir Þór í kvöld. Pétur Rúnar Birgisson var rekinn út úr húsi í öðrum leikhluta hér í kvöld sem var afar dýrt fyrir Tindastól. Israel var gríðarlega svekktur eftir tapið og mjög fámáll. „Svona hlutir geta gerst, liðið sýndi að við getum spilað án hans og við áttum séns á að vinna, en litlir hlutir valda því að við töpum hér í kvöld“ Aðspurður hvað hann ætlar að gera á næsta ári svaraði hann: „Það er of snemmt að ræða það, ég er með samning út næsta ár og það vita allir að mitt lið er Tindastóll.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum