Rapparinn Nipsey Hussle skotinn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2019 08:16 Hussle hét í rauninni Ermia Asghedom. AP/Marcio Jose Sanchez Lögreglan í Los Angeles segir að rapparinn Nipsey Hussle, sem tilnefndur var til Grammy verðlauna á árinu, hafi verið skotinn til bana í suðurhluta borgarinnar. Hann var 33 ára gamall og mun hafa verið skotinn ásamt tveimur öðrum fyrir utan fataverslun sem hann átti. Hann einn lét lífið og hinir mennirnir tveir eru sagðir í stöðugu ástandi. Hussle hét í rauninni Ermia Asghedom. AP fréttaveitan segir stóran hóp aðdáenda og íbúa hafa safnast saman við vettvang skotárásarinnar á meðan lögregluþjónar leituðu vitna og vísbendinga.LA Times hefur heimildir fyrir því innan lögreglunnar að Hussle og hinir mennirnir tveir hafi verið skotnir af ungum manni sem hafi stokkið upp í bíl sem beið hans. Talið er að árásarmaðurinn sé meðlimur glæpagengis. Hann hefur ekki fundist enn.Hussle átti nokkur fyrirtæki í hverfinu sem hann var skotinn í, sem er sama hverfi og hann ólst upp í. Hann var þekktur fyrir að veita fólki sem átti erfitt uppdráttar vinnu. Hann gaf öllum börnum grunnskóla í hverfinu eitt sinn skó og fjármagnaði endurbætur á leiktækjum og körfuboltavelli skólans. Þá átti hann það til að greiða fyrir jarðarfarir íbúa sem létust vegna átaka glæpagengja. Hussle hefur viðurkennt að hafa verið meðlimur Rollin’ 60s gengisins sem táningur. Í gömlu viðtali við LA Times í fyrra lýsti hann þeim tíma sem stríði. Það hafi verið eins og að búa við stöðugt stríðsástand. Andlát Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles segir að rapparinn Nipsey Hussle, sem tilnefndur var til Grammy verðlauna á árinu, hafi verið skotinn til bana í suðurhluta borgarinnar. Hann var 33 ára gamall og mun hafa verið skotinn ásamt tveimur öðrum fyrir utan fataverslun sem hann átti. Hann einn lét lífið og hinir mennirnir tveir eru sagðir í stöðugu ástandi. Hussle hét í rauninni Ermia Asghedom. AP fréttaveitan segir stóran hóp aðdáenda og íbúa hafa safnast saman við vettvang skotárásarinnar á meðan lögregluþjónar leituðu vitna og vísbendinga.LA Times hefur heimildir fyrir því innan lögreglunnar að Hussle og hinir mennirnir tveir hafi verið skotnir af ungum manni sem hafi stokkið upp í bíl sem beið hans. Talið er að árásarmaðurinn sé meðlimur glæpagengis. Hann hefur ekki fundist enn.Hussle átti nokkur fyrirtæki í hverfinu sem hann var skotinn í, sem er sama hverfi og hann ólst upp í. Hann var þekktur fyrir að veita fólki sem átti erfitt uppdráttar vinnu. Hann gaf öllum börnum grunnskóla í hverfinu eitt sinn skó og fjármagnaði endurbætur á leiktækjum og körfuboltavelli skólans. Þá átti hann það til að greiða fyrir jarðarfarir íbúa sem létust vegna átaka glæpagengja. Hussle hefur viðurkennt að hafa verið meðlimur Rollin’ 60s gengisins sem táningur. Í gömlu viðtali við LA Times í fyrra lýsti hann þeim tíma sem stríði. Það hafi verið eins og að búa við stöðugt stríðsástand.
Andlát Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira