Hvar er opið um páskana? Gígja Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 11:12 Helstu matvöruverslanir landsins eru opnar í dag. fréttablaðið/valli Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag og um helgina. Verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru opnar milli klukkan 13 og 18 í dag. Glerártorg opnar líka klukkan 13 í dag en lokað verður þar klukkan 17. Lokað verður á morgun föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í verslanamiðstöðvum landsins. Matvöruverslanir eru flestar opnar í dag en opið er í öllum verslunum Bónus í dag frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og páskadag en opið verður milli klukkan 11 og 18 annan í páskum.Krónan er með opið öllum verslunum sínum í dag. Á morgun, föstudaginn langa og á páskadag verður opið í Árbæ, Jafnarseli, Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Nóatúni, Skeifunni og í Vík. Verslanir Hagkaups eru opnar í dag en lokað verður á föstudaginn langa og á páskadag. Þá verður opið annan í páskum í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ, Eiðistorgi, Spöng og Akureyri. Nettó er með opið í öllum sínum verslunum í dag. Á morgun, föstudaginn langa verður opið í Hrísalundi Akureyri og Hveragerði milli 10 og 21, Nettó Ísafirði opnar einnig klukkan 10 á föstudaginn langa og lokað verður klukkan 19. Hefðbundinn opnunartími milli klukkan 10 og 20 verður í Melabúðinni í dag, föstudaginn langa og annan í páskum en lokað verður á páskadag. Fjarðarkaup er opið á milli 10 og 18 í dag og lokað verður á morgun, á páskadag og annan í páskum.Vínbúðin er lokuð í dag og á morgun en opnar á laugardag. Lokað verður í Vínbúðinni á páskadag og annan í páskum.Apótekarinn Austurveri er opinn alla páskana milli klukkan 9 og 24 og apótek Lyfju verða opin í Lágmúla, Smáralind, Smáratorgi, Granda og Reykjanesbæ í dag. Opið verður í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á föstudaginn langa og páskadag. Heilsugæslustöðvar eru lokaðar í dag og fram yfir annan í páskum. Læknavaktin verður opin milli 9 og 23:30. Akstur Strætó verður samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Ekið verður samkvæmt hefðbundinni áætlun á laugardag.Skíðað á Norðurlandi og Austurlandi Þrátt fyrir endanlega lokun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þennan veturinn geta skíðamenn sem eru staddir fyrir norðan rennt sér í brekkum Hlíðarfjalls, Dalvíkur og Siglufjarðar. Þeir sem eru staddir á Austurlandi geta skíðað í Stafdal og í Oddskarði. Sundlaugar opnar víðast hvar á landinu Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins eru víða opnar milli 9 og 18 í dag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður opið milli 10 og 18. Eins verður opið milli 10 og 18 í Sundhöll Ísafjarðar í dag og á morgun, opið mill 10 og 15 á páskadag og annan í páskum í sundhöllinni þar í bæ. Sundlaug Akureyrar verður opin í dag frá 9 til 19 yfir páskana en lokað verður klukkan 18:30 annan í páskum. Sundlaugin á Egilsstöðum er opin milli 10 og 18 í dag, föstudaginn langa og á laugardag en lokað verður á páskadag og annan í páskum. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn verður opinn alla páskana milli 10 og 17.Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér. Lyf Páskar Skíðasvæði Sundlaugar Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag og um helgina. Verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru opnar milli klukkan 13 og 18 í dag. Glerártorg opnar líka klukkan 13 í dag en lokað verður þar klukkan 17. Lokað verður á morgun föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í verslanamiðstöðvum landsins. Matvöruverslanir eru flestar opnar í dag en opið er í öllum verslunum Bónus í dag frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og páskadag en opið verður milli klukkan 11 og 18 annan í páskum.Krónan er með opið öllum verslunum sínum í dag. Á morgun, föstudaginn langa og á páskadag verður opið í Árbæ, Jafnarseli, Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Nóatúni, Skeifunni og í Vík. Verslanir Hagkaups eru opnar í dag en lokað verður á föstudaginn langa og á páskadag. Þá verður opið annan í páskum í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ, Eiðistorgi, Spöng og Akureyri. Nettó er með opið í öllum sínum verslunum í dag. Á morgun, föstudaginn langa verður opið í Hrísalundi Akureyri og Hveragerði milli 10 og 21, Nettó Ísafirði opnar einnig klukkan 10 á föstudaginn langa og lokað verður klukkan 19. Hefðbundinn opnunartími milli klukkan 10 og 20 verður í Melabúðinni í dag, föstudaginn langa og annan í páskum en lokað verður á páskadag. Fjarðarkaup er opið á milli 10 og 18 í dag og lokað verður á morgun, á páskadag og annan í páskum.Vínbúðin er lokuð í dag og á morgun en opnar á laugardag. Lokað verður í Vínbúðinni á páskadag og annan í páskum.Apótekarinn Austurveri er opinn alla páskana milli klukkan 9 og 24 og apótek Lyfju verða opin í Lágmúla, Smáralind, Smáratorgi, Granda og Reykjanesbæ í dag. Opið verður í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á föstudaginn langa og páskadag. Heilsugæslustöðvar eru lokaðar í dag og fram yfir annan í páskum. Læknavaktin verður opin milli 9 og 23:30. Akstur Strætó verður samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Ekið verður samkvæmt hefðbundinni áætlun á laugardag.Skíðað á Norðurlandi og Austurlandi Þrátt fyrir endanlega lokun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þennan veturinn geta skíðamenn sem eru staddir fyrir norðan rennt sér í brekkum Hlíðarfjalls, Dalvíkur og Siglufjarðar. Þeir sem eru staddir á Austurlandi geta skíðað í Stafdal og í Oddskarði. Sundlaugar opnar víðast hvar á landinu Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins eru víða opnar milli 9 og 18 í dag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður opið milli 10 og 18. Eins verður opið milli 10 og 18 í Sundhöll Ísafjarðar í dag og á morgun, opið mill 10 og 15 á páskadag og annan í páskum í sundhöllinni þar í bæ. Sundlaug Akureyrar verður opin í dag frá 9 til 19 yfir páskana en lokað verður klukkan 18:30 annan í páskum. Sundlaugin á Egilsstöðum er opin milli 10 og 18 í dag, föstudaginn langa og á laugardag en lokað verður á páskadag og annan í páskum. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn verður opinn alla páskana milli 10 og 17.Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér.
Lyf Páskar Skíðasvæði Sundlaugar Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira