Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 19:15 Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar. Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar.
Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00