Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:01 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15
Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53