Stefnir í „meinlítið“ páskaveður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 11:02 Páskaveðrið gæti verið betra, gæti verið verra. Vísir/Vilhelm „Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið. Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
„Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið.
Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47
Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26